Umfjöllun: Víkingur - Fjölnir 26-26 | Jafnt hjá nýliðunum Magnús Ellert Bjarnason skrifar 11. september 2017 22:00 Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Fjölni. vísir/stefán Jafntefli var niðurstaðan í upphafsleik nýliðinna Víkings og Fjölnis í Olís deild karla í handnattleik, 26-26. Baráttuglaðir Víkingar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og leiddu sanngjarnt 14-10 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Leikmenn Fjölnis fundu sig á sama tíma engan veginn og gekk lítið upp í leik þeirra, bæði í vörn og sókn. Áttu þeir fá svör við sterkum varnarleik Víkinga og þá gekk erfiðlega að finna leiðir framhjá öflugum markmanni Víkinga, Davíð Svanssyni, sem lokaði marki Víkinga á köflum. Það sama virtist vera upp á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Þegar um stundarfjórðungar var eftir af leiknum breyttist hins vegar leikurinn. Fjölnismenn skiptu yfir í 4-2 og á köflum 5-1 vörn, sem virtist koma Víkingum í opna skjöldu. Víkingar töpuðu nokkrum boltum klaufalega sem Fjölnismenn nýttu sér með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Lokakaflinn var í eigu leikmanna Fjölnis. Þeir komust í fyrsta skipti yfir, 24-23 þegar fimm mínutur voru eftir af leiknum, en Víkingar voru fljótir að jafna. Síðustu 5 mínútur leiksins skiptust liðin síðan á að skora og var spennan mikil. Víkingar sóttu síðustu mínútuna en tókst ekki að gera útum leikinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem lofar góðu fyrir veturinn í Olís deild karla. Víkingar eru eflaust svekktir að hafa ekki landað sigri á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sína, sem studdu þá vel allan leikinn. Fjölnismenn eru eflaust sáttari við stigið eftir að hafa verið undir lungan úr leiknum.Af hverju varð jafntefli? Víkingar voru mun sterkari í fyrri hálfeik og virtust ætla að sigla sigrinum þægilega í höfn. Varnarbreyting Fjölnismanna þegar stundarfjórðungar var eftir og þau hraðaupphlaup sem sterk framliggjandi þeirra skóp breytti hins vegar leiknum þeim í vilHverjir stóðu uppúr? Davíð Svansson var gríðarlega öflugur í marki Víkinga. Þá var reynsluboltinn Ægir Hraf Jónsson, sterkur á línunni. Í liði Fjölnis stóðu þrír leikmenn uppúr. Hornamaðurinn Bjarki Lárusson, sem var öflugur í hraðaupphlaupum Fjölnis, skyttan Kristján Örn sem skoraði dýrmæt mörk utanað velli og miðjumaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson sem steig upp í lok leiksins.Hvað gekk illa? Allt gekk á afturfótunum hjá Fjölni í sóknarleik þeirra í fyrri hálfleik. Þeir fundu sig mun betur eftir að þeir skiptu um vörn í lok seinni hálfleiks sem skilaði nokkrum auðveldum hraðaupphlaups mörkum. Þá gekk Víkingum erfiðlega að finna glufur í framliggjandi vörn Fjölnismanna seinasta stundarfjörðunginn og að spila sín á milli.Hvað gerist næst? Víkingar halda á Hlíðarenda þar sem þeir sækja íslandsmeistara Vals heim. Gríðarlega erfitt verkefni sem liggur þeim á höndum og spennandi að sjá hvernig þeim tekst til. Fjölnismenn halda hins vegar austur á Selfoss þar sem þeir mæta heimamönnum. Ætti að verða spennandi leikur. Olís-deild karla
Jafntefli var niðurstaðan í upphafsleik nýliðinna Víkings og Fjölnis í Olís deild karla í handnattleik, 26-26. Baráttuglaðir Víkingar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og leiddu sanngjarnt 14-10 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Leikmenn Fjölnis fundu sig á sama tíma engan veginn og gekk lítið upp í leik þeirra, bæði í vörn og sókn. Áttu þeir fá svör við sterkum varnarleik Víkinga og þá gekk erfiðlega að finna leiðir framhjá öflugum markmanni Víkinga, Davíð Svanssyni, sem lokaði marki Víkinga á köflum. Það sama virtist vera upp á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Þegar um stundarfjórðungar var eftir af leiknum breyttist hins vegar leikurinn. Fjölnismenn skiptu yfir í 4-2 og á köflum 5-1 vörn, sem virtist koma Víkingum í opna skjöldu. Víkingar töpuðu nokkrum boltum klaufalega sem Fjölnismenn nýttu sér með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Lokakaflinn var í eigu leikmanna Fjölnis. Þeir komust í fyrsta skipti yfir, 24-23 þegar fimm mínutur voru eftir af leiknum, en Víkingar voru fljótir að jafna. Síðustu 5 mínútur leiksins skiptust liðin síðan á að skora og var spennan mikil. Víkingar sóttu síðustu mínútuna en tókst ekki að gera útum leikinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem lofar góðu fyrir veturinn í Olís deild karla. Víkingar eru eflaust svekktir að hafa ekki landað sigri á heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sína, sem studdu þá vel allan leikinn. Fjölnismenn eru eflaust sáttari við stigið eftir að hafa verið undir lungan úr leiknum.Af hverju varð jafntefli? Víkingar voru mun sterkari í fyrri hálfeik og virtust ætla að sigla sigrinum þægilega í höfn. Varnarbreyting Fjölnismanna þegar stundarfjórðungar var eftir og þau hraðaupphlaup sem sterk framliggjandi þeirra skóp breytti hins vegar leiknum þeim í vilHverjir stóðu uppúr? Davíð Svansson var gríðarlega öflugur í marki Víkinga. Þá var reynsluboltinn Ægir Hraf Jónsson, sterkur á línunni. Í liði Fjölnis stóðu þrír leikmenn uppúr. Hornamaðurinn Bjarki Lárusson, sem var öflugur í hraðaupphlaupum Fjölnis, skyttan Kristján Örn sem skoraði dýrmæt mörk utanað velli og miðjumaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson sem steig upp í lok leiksins.Hvað gekk illa? Allt gekk á afturfótunum hjá Fjölni í sóknarleik þeirra í fyrri hálfleik. Þeir fundu sig mun betur eftir að þeir skiptu um vörn í lok seinni hálfleiks sem skilaði nokkrum auðveldum hraðaupphlaups mörkum. Þá gekk Víkingum erfiðlega að finna glufur í framliggjandi vörn Fjölnismanna seinasta stundarfjörðunginn og að spila sín á milli.Hvað gerist næst? Víkingar halda á Hlíðarenda þar sem þeir sækja íslandsmeistara Vals heim. Gríðarlega erfitt verkefni sem liggur þeim á höndum og spennandi að sjá hvernig þeim tekst til. Fjölnismenn halda hins vegar austur á Selfoss þar sem þeir mæta heimamönnum. Ætti að verða spennandi leikur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti