Vel var farið yfir þetta atvik, eins og öll önnur, í Pepsi mörkunum í gærkvöldi. Þar má meðal annars heyra samskipti Haralds og Gunnars Jarls Jónssonar, dómara leiksins, að leik loknum.
Brot úr umræðunni má sjá í spilaranum hér að ofan, ásamt viðtali Haralds við Þór Símon Hafþórsson. Markið sjálft má svo sjá hér fyrir neðan.
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, sem gerir afskaplega lítið fyrir Stjörnuna í eltingarleik þeirra við Valsmenn um Íslandsmeistaratitilinn.