Gullörninn: Vippið sem færði Ólafíu 6,5 milljónir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. september 2017 10:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Örninn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk á átjándu holu lokadags Indy Women In Tech-mótinu í Indiana um helgina var afar mikils virði. Ólafía lék átjándu holuna á erni eftir að hafa vippað ofan í rétt utan flatar, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Örninn þýddi að Ólafía kláraði mótið á þrettán höggum undir pari í fjórða sæti sem er hennar langbesti árangur á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Hún hefði hafnað í 10.-11. sæti mótsins hefði hún spilað átjándu holuna á pari sem hefði fært henni um 40 þúsund dollara í verðlaunafé, en Ólafía fékk tæpar 103 þúsund dollara fyrir fjórða sætið, tæpar 11 milljónir króna. Er það um 6,5 milljónum meira en hún hefði fengið fyrir að lenda í 10.-11. sæti. En það sem enn meira máli skiptir er að árangurinn fleytti henni upp í 67. sæti peningalistans. Hefði hún fengið 40 þúsund dollara væri hún nú í 91. sæti listans. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni en efstu 80 komast í efsta flokk í forgangsröðun kylfinga á tímabilinu og því eftir miklu að sækjast að vera í þeim hópi. Sjá einnig: Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Örninn hennar Ólafíu var því gríðarlega mikils virði, ekki aðeins peninganna vegna heldur einnig vegna stöðu hennar á listanum sem öllu ræður um þátttöku kylfinga á mótaröð næsta tímabils. Höggið hennar Ólafíu má sjá hér fyrir neðan. Golf Tengdar fréttir Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. 9. september 2017 19:15 Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um vippið magnaða á átjándu holu í Indiana í dag. 9. september 2017 22:16 Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29 Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05 Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Ólafía Þórunn var þreytt en létt í lund er íþróttadeild 365 ræddi við hana er hún var nýlent í Frakklandi eftir að hafa lent í fjórða sæti á LPGA-móti í Indianapolis deginum áður. 10. september 2017 17:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Örninn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk á átjándu holu lokadags Indy Women In Tech-mótinu í Indiana um helgina var afar mikils virði. Ólafía lék átjándu holuna á erni eftir að hafa vippað ofan í rétt utan flatar, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Örninn þýddi að Ólafía kláraði mótið á þrettán höggum undir pari í fjórða sæti sem er hennar langbesti árangur á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Hún hefði hafnað í 10.-11. sæti mótsins hefði hún spilað átjándu holuna á pari sem hefði fært henni um 40 þúsund dollara í verðlaunafé, en Ólafía fékk tæpar 103 þúsund dollara fyrir fjórða sætið, tæpar 11 milljónir króna. Er það um 6,5 milljónum meira en hún hefði fengið fyrir að lenda í 10.-11. sæti. En það sem enn meira máli skiptir er að árangurinn fleytti henni upp í 67. sæti peningalistans. Hefði hún fengið 40 þúsund dollara væri hún nú í 91. sæti listans. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni en efstu 80 komast í efsta flokk í forgangsröðun kylfinga á tímabilinu og því eftir miklu að sækjast að vera í þeim hópi. Sjá einnig: Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Örninn hennar Ólafíu var því gríðarlega mikils virði, ekki aðeins peninganna vegna heldur einnig vegna stöðu hennar á listanum sem öllu ræður um þátttöku kylfinga á mótaröð næsta tímabils. Höggið hennar Ólafíu má sjá hér fyrir neðan.
Golf Tengdar fréttir Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. 9. september 2017 19:15 Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um vippið magnaða á átjándu holu í Indiana í dag. 9. september 2017 22:16 Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29 Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05 Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Ólafía Þórunn var þreytt en létt í lund er íþróttadeild 365 ræddi við hana er hún var nýlent í Frakklandi eftir að hafa lent í fjórða sæti á LPGA-móti í Indianapolis deginum áður. 10. september 2017 17:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. 9. september 2017 19:15
Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um vippið magnaða á átjándu holu í Indiana í dag. 9. september 2017 22:16
Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29
Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05
Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. 9. september 2017 20:18
Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Ólafía Þórunn var þreytt en létt í lund er íþróttadeild 365 ræddi við hana er hún var nýlent í Frakklandi eftir að hafa lent í fjórða sæti á LPGA-móti í Indianapolis deginum áður. 10. september 2017 17:30