Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 05:00 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. vísir/ernir Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira