Haraldur pirraður: Fyrst boðaður í viðtal núna Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. september 2017 19:42 Haraldur var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert að skafa af hlutunum í leikslok er blaðamaður Vísis boðaði hann í viðtal. „Ég ætla bara að byrja á að þakka þér fyrir að boða mig í viðtal. Það er gaman að komast í viðtal hjá bara einhverjum fjölmiðli í fyrsta sinn í sumar. Veit ekki hvað ég er búinn að spila marga leiki í sumar, fá á mig lítið að mörkum og fyrst núna er ég kallaður í viðtal,“ sagði Haraldur sem var ósáttur við að vera fyrst kallaður núna í viðtal og þá ekki vegna frammistöðu sinnar heldur vegna seinna mark Víkings þar sem hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Arnþór Ingi átti þá fyrirgjöf sem Haraldur náði að handsama en þá rakst hann og leikmaður Víkings saman sem olli því að Haraldur missti boltann inn. Hann kvaðst vitaskuld vera mjög ósáttur. „Já ég er töluvert ósáttur. Gunni [Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins] segir við mig eftir leikinn að maðurinn snerti aldrei boltann heldur fer einungis upp í hendurnar á mér. Ef ég er að bakka og sé ekki hvað er fyrir aftan mig og svo skyndilega fer maður í hliðinna á mér og olnbogan minn og hvað á ég að gera?“ Oft er sagt að markmenn séu of verndaðir og því margir sem fagna því þegar dómari lætur leikinn halda áfram í stað þess að dæma aukaspyrnu í svipuðum atvikum en er Haraldur sammála af því? „Já og nei. Við erum að spila íþrótt sem er allt öðruvísi en hinir. Það gilda aðrar reglur og við erum í öðruvísi búning ef þú varst ekki búinn að taka eftir því. Við erum líka með hanska. Auðvitað þarf að verja menn sem eru að spila allt aðra íþrótt en hinir.“ Hann bætti við að lokum að hann væri ekki kvartandi ef að um leikmann væri að ræða sem væri að berjast um boltann á sömu forsendum og hann. „Ef að það væri einhver annar að fara upp í sama bolta með hanska eins og ég, gott og vel.“ En var flautumarki Stjörnunnar einhver sárabót? „Auðvitað ekki. Þetta gerir ekki neitt fyrir okkur og mótið,“ sagði Haraldur augljóslega hundfúll. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var ekkert að skafa af hlutunum í leikslok er blaðamaður Vísis boðaði hann í viðtal. „Ég ætla bara að byrja á að þakka þér fyrir að boða mig í viðtal. Það er gaman að komast í viðtal hjá bara einhverjum fjölmiðli í fyrsta sinn í sumar. Veit ekki hvað ég er búinn að spila marga leiki í sumar, fá á mig lítið að mörkum og fyrst núna er ég kallaður í viðtal,“ sagði Haraldur sem var ósáttur við að vera fyrst kallaður núna í viðtal og þá ekki vegna frammistöðu sinnar heldur vegna seinna mark Víkings þar sem hann vildi meina að brotið hefði verið á sér. Arnþór Ingi átti þá fyrirgjöf sem Haraldur náði að handsama en þá rakst hann og leikmaður Víkings saman sem olli því að Haraldur missti boltann inn. Hann kvaðst vitaskuld vera mjög ósáttur. „Já ég er töluvert ósáttur. Gunni [Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins] segir við mig eftir leikinn að maðurinn snerti aldrei boltann heldur fer einungis upp í hendurnar á mér. Ef ég er að bakka og sé ekki hvað er fyrir aftan mig og svo skyndilega fer maður í hliðinna á mér og olnbogan minn og hvað á ég að gera?“ Oft er sagt að markmenn séu of verndaðir og því margir sem fagna því þegar dómari lætur leikinn halda áfram í stað þess að dæma aukaspyrnu í svipuðum atvikum en er Haraldur sammála af því? „Já og nei. Við erum að spila íþrótt sem er allt öðruvísi en hinir. Það gilda aðrar reglur og við erum í öðruvísi búning ef þú varst ekki búinn að taka eftir því. Við erum líka með hanska. Auðvitað þarf að verja menn sem eru að spila allt aðra íþrótt en hinir.“ Hann bætti við að lokum að hann væri ekki kvartandi ef að um leikmann væri að ræða sem væri að berjast um boltann á sömu forsendum og hann. „Ef að það væri einhver annar að fara upp í sama bolta með hanska eins og ég, gott og vel.“ En var flautumarki Stjörnunnar einhver sárabót? „Auðvitað ekki. Þetta gerir ekki neitt fyrir okkur og mótið,“ sagði Haraldur augljóslega hundfúll.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Leik lokið: Víkingur R. - Stjarnan 2-2 | Ævar Ingi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ævar Ingi Jóhannesson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Víkingi þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 10. september 2017 21:15