Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15