Heimsfrægar erótískar teikningar af karlmönnum til sýnis í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 20:30 Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira
Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Sjá meira