Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 29-22 | Fyrsti sigur Fram í höfn Sigmar Bjarni Sigurðarson skrifar 28. september 2017 22:15 Birkir Benediktsson, hægri skytta Aftureldingar. Vísir/Eyþór Framarar sigraði Aftureldingu í Safamýrinni í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Olísdeildar karla. Leikurinn endaði 29 - 22 og fyrsti sigur Fram í Olís deildinni staðreynd en Mosfellingar eru ennþá án sigurs. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust í 0 - 2 en Framarar jöfnuðu stuttu síðar. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leiddu Mosfellingar þó mest allan tímann en náðu ekki að slíta heimamenn neitt frá sér. Afturelding beittu mikið af skyndisóknum og skoruðu þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Viktor Gísli varði vel í markinu í fyrri hálfleik fyrir heimamenn en það voru gestirnir sem fóru inní hálfleikinn með eins marks forskot. Seinni hálfleikur var hinsvegar allt önnur saga. Jafnt var eftir 5 mínútna leik í seinni 16 - 16 en þá fóru heimamenn í ham og skoruðu næstu þrjú mörk. Hægt og rólega jókst forskot heimamanna og þegar um 10 mínútur lifðu leiks voru Framarar með 5 marka forskot. Þeir héldu síðan áfram að valta yfir gestina og endaði leikurinn með 7 marka sigri Framara. Heimamenn áttu því frábæran seinni hálfleik og var allt annað að sjá liðið í þeim seinni. Bestu menn Fram í kvöld voru Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu en hann lokaði rammanum í seinni hálfleik. Einnig má nefna Matthías Daðason sem átti flottan leik og var mjög öruggur á vítalínunni og skoraði 6 mörk úr vítum. Í liði gestanna voru Árni Bragi og Birkir Benediktsson sprækastir. Árni Bragi átti flottan fyrri hálfleik og skoraði þar þrjú mörk úr hraðaupphlaupi.Afhverju vann Fram leikinn? Frábær seinni hálfleikur hjá Fram vann þennan leik. Heimamenn voru að spila frábæra vörn í þeim seinni og einnig voru þeir að nýta færin sín vel. Viktor í markinu var að verja mikilvæga bolta og Framarar fengu mörg hraðaupphlaup sem þeir kláruðu alltaf. Næstum fullkominn seinni hálfleikur hjá heimamönnum.Hvað gekk illa? Það var erfitt að horfa uppá frammistöðu Aftureldingar í seinni hálfleik. Þeir litu vel út í þeim fyrri og leiddu í háflleik en mættu einfaldlega ekki til leiks í þeim seinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem að Mosfellingar leiða í hálfleik og tapa síðan seinni hálfleik stórt og það er mikið áhyggjuefni fyrir þá. Lítil markvarsla og léleg færa nýting var hjá gestunum í seinni hálfleik og voru þeir að missa boltann oft fáranlega sem að Framarar refsuðu fyrir.Hvað gerist næst? Mosfellingar fá Selfoss í heimsókn og verða þeir einfaldlega að fara vinna leik ætli þeir að vera með í deildinni í vetur. Þeir hafa verið lélegir í seinni hálfleikjum það sem af er af móti og verða þeir að laga það fyrir næstu leiki. Fram á erfiðan útileik í Hafnafirðinum þar sem þeir mæta Haukum. Kærkominn fyrsti sigur hjá þeim í deildinni í kvöld og vilja þeir eflaust halda áfram að safna stigum en Haukarnir eru að spila mjög vel þrátt fyrir tap í síðasta leik.Matthías: Getum unnið hvaða lið sem er „Þetta var náttúrulega algjör snilld, við vissum það að um leið og við myndum ná baráttunni og vörninni sem er búið að vanta núna í fyrstu leikjunum að þá getum við unnið hvaða lið sem er. Við sýndum það í fyrra og við erum bara að reyna að koma okkur í gang eftir erfitt undirbúningstímabil“ sagði Matthías Daðason leikmaður Fram. „Þótt að við vorum undir í hálfleik þá vorum við samt einhvernveginn með þá, vantaði bara þessi síðustu brot hjá okkur. Þeir voru að ná að troða á línuna og um leið og við náðum að loka á allt og klára brotinn þá small þetta hjá okkur.“ „Gummi er nú ekki þekktur fyrir einhverjar svakalegar hálfleiks ræður en við héldum róinni og skoðuðum það sem vantaði hjá okkur sem var að klára brotinn og gefa í.“ Matthías var frábær á vítalínunni í dag og skoraði 6 mörk úr vítaköstum. „Loksins þegar Andri klúðrar vítum þá fæ ég tækifæri og ég verð að halda áfram að skora úr þeim en þetta var bara flott í dag. Það styttist samt í að maður klúðri og þá fær Andri að taka þau aftur.“Einar Andri og lærisveinar hans eiga enn eftir að fagna sigri á tímabilinu.vísir/eyþórEinar Andri: Skrifast á mig „Þetta var skelfilegur seinni hálfleikur og það er erfitt að útskýra það. Viktor Gísli ver náttúrulega frábærlega í seinni hálfleik en það er eitthvað að klikka í hálfleik hjá okkur og við erum ekki að ná að leggja þetta nógu vel upp fyrir strákanna og því fór sem fór. “ Sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Við þurfum að fara skoða hvað við erum að gera og afhverju við erum ekki að ná fram betri leik og það skrifast bara á mig. Við þurfum bara að reyna koma strákunum í gír til að spila 60 mínútna leiki.“ Einar Andri er ekki sáttur með hvernig hans lið kastar frá sér forystu í hálfleik. „Við erum að spila ágætis handbolta á löngum köflum en svo koma slæmir kaflar og ég þarf bara að fara finna betri lausnir á því.“ „Við þurfum bara að fara finna fleiri lausnir og hjálpa strákunum betur í gegnum leikina, það er ljóst að undirbúningurinn er ekki nægilega góður“Guðmundur gefur skipanir til sinna mannaVísir/AntonGuðmundur Helgi: Neystinn og viljinn er kominn „Frábært í dag, um leið og vörnin smellur þá getum við gert ágæta hluti og vörnin small svo sannarlega í seinni hálfleik. Við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Ég var eiginlega ekkert orðinn rólegur fyrr en mínúta var eftir því að Afturelding er með frábært lið og frábæran þjálfara,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fórum yfir varnarleikinn fyrst og fremst frá því í síðasta leik þar sem við fengum á okkur 35 mörk. Núna héldum við Aftureldingu í 6 mörkum á 28 mínútum í seinni hálfleik og þá vinnur maður leikinn, það er bara þannig.“ Guðmundur var virkilega sáttur með fyrsta sigur í Olís deildinni og frammistöðu sinna drengja í dag. „Við erum búnir að bíða eftir þessum fyrsta sigri síðan einhvertímann í sumar en þessir strákar eru frábærir, jákvæðir og halda alltaf áfram og þegar við tökum lítil skref í einu þá förum við að ná markmiðinu okkar.“ „Það er þessi neysti og vilji sem að hefur vantað er kominn og hann er kominn til að vera vill ég meina“ Olís-deild karla
Framarar sigraði Aftureldingu í Safamýrinni í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Olísdeildar karla. Leikurinn endaði 29 - 22 og fyrsti sigur Fram í Olís deildinni staðreynd en Mosfellingar eru ennþá án sigurs. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust í 0 - 2 en Framarar jöfnuðu stuttu síðar. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en leiddu Mosfellingar þó mest allan tímann en náðu ekki að slíta heimamenn neitt frá sér. Afturelding beittu mikið af skyndisóknum og skoruðu þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Viktor Gísli varði vel í markinu í fyrri hálfleik fyrir heimamenn en það voru gestirnir sem fóru inní hálfleikinn með eins marks forskot. Seinni hálfleikur var hinsvegar allt önnur saga. Jafnt var eftir 5 mínútna leik í seinni 16 - 16 en þá fóru heimamenn í ham og skoruðu næstu þrjú mörk. Hægt og rólega jókst forskot heimamanna og þegar um 10 mínútur lifðu leiks voru Framarar með 5 marka forskot. Þeir héldu síðan áfram að valta yfir gestina og endaði leikurinn með 7 marka sigri Framara. Heimamenn áttu því frábæran seinni hálfleik og var allt annað að sjá liðið í þeim seinni. Bestu menn Fram í kvöld voru Viktor Gísli Hallgrímsson í markinu en hann lokaði rammanum í seinni hálfleik. Einnig má nefna Matthías Daðason sem átti flottan leik og var mjög öruggur á vítalínunni og skoraði 6 mörk úr vítum. Í liði gestanna voru Árni Bragi og Birkir Benediktsson sprækastir. Árni Bragi átti flottan fyrri hálfleik og skoraði þar þrjú mörk úr hraðaupphlaupi.Afhverju vann Fram leikinn? Frábær seinni hálfleikur hjá Fram vann þennan leik. Heimamenn voru að spila frábæra vörn í þeim seinni og einnig voru þeir að nýta færin sín vel. Viktor í markinu var að verja mikilvæga bolta og Framarar fengu mörg hraðaupphlaup sem þeir kláruðu alltaf. Næstum fullkominn seinni hálfleikur hjá heimamönnum.Hvað gekk illa? Það var erfitt að horfa uppá frammistöðu Aftureldingar í seinni hálfleik. Þeir litu vel út í þeim fyrri og leiddu í háflleik en mættu einfaldlega ekki til leiks í þeim seinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem að Mosfellingar leiða í hálfleik og tapa síðan seinni hálfleik stórt og það er mikið áhyggjuefni fyrir þá. Lítil markvarsla og léleg færa nýting var hjá gestunum í seinni hálfleik og voru þeir að missa boltann oft fáranlega sem að Framarar refsuðu fyrir.Hvað gerist næst? Mosfellingar fá Selfoss í heimsókn og verða þeir einfaldlega að fara vinna leik ætli þeir að vera með í deildinni í vetur. Þeir hafa verið lélegir í seinni hálfleikjum það sem af er af móti og verða þeir að laga það fyrir næstu leiki. Fram á erfiðan útileik í Hafnafirðinum þar sem þeir mæta Haukum. Kærkominn fyrsti sigur hjá þeim í deildinni í kvöld og vilja þeir eflaust halda áfram að safna stigum en Haukarnir eru að spila mjög vel þrátt fyrir tap í síðasta leik.Matthías: Getum unnið hvaða lið sem er „Þetta var náttúrulega algjör snilld, við vissum það að um leið og við myndum ná baráttunni og vörninni sem er búið að vanta núna í fyrstu leikjunum að þá getum við unnið hvaða lið sem er. Við sýndum það í fyrra og við erum bara að reyna að koma okkur í gang eftir erfitt undirbúningstímabil“ sagði Matthías Daðason leikmaður Fram. „Þótt að við vorum undir í hálfleik þá vorum við samt einhvernveginn með þá, vantaði bara þessi síðustu brot hjá okkur. Þeir voru að ná að troða á línuna og um leið og við náðum að loka á allt og klára brotinn þá small þetta hjá okkur.“ „Gummi er nú ekki þekktur fyrir einhverjar svakalegar hálfleiks ræður en við héldum róinni og skoðuðum það sem vantaði hjá okkur sem var að klára brotinn og gefa í.“ Matthías var frábær á vítalínunni í dag og skoraði 6 mörk úr vítaköstum. „Loksins þegar Andri klúðrar vítum þá fæ ég tækifæri og ég verð að halda áfram að skora úr þeim en þetta var bara flott í dag. Það styttist samt í að maður klúðri og þá fær Andri að taka þau aftur.“Einar Andri og lærisveinar hans eiga enn eftir að fagna sigri á tímabilinu.vísir/eyþórEinar Andri: Skrifast á mig „Þetta var skelfilegur seinni hálfleikur og það er erfitt að útskýra það. Viktor Gísli ver náttúrulega frábærlega í seinni hálfleik en það er eitthvað að klikka í hálfleik hjá okkur og við erum ekki að ná að leggja þetta nógu vel upp fyrir strákanna og því fór sem fór. “ Sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Við þurfum að fara skoða hvað við erum að gera og afhverju við erum ekki að ná fram betri leik og það skrifast bara á mig. Við þurfum bara að reyna koma strákunum í gír til að spila 60 mínútna leiki.“ Einar Andri er ekki sáttur með hvernig hans lið kastar frá sér forystu í hálfleik. „Við erum að spila ágætis handbolta á löngum köflum en svo koma slæmir kaflar og ég þarf bara að fara finna betri lausnir á því.“ „Við þurfum bara að fara finna fleiri lausnir og hjálpa strákunum betur í gegnum leikina, það er ljóst að undirbúningurinn er ekki nægilega góður“Guðmundur gefur skipanir til sinna mannaVísir/AntonGuðmundur Helgi: Neystinn og viljinn er kominn „Frábært í dag, um leið og vörnin smellur þá getum við gert ágæta hluti og vörnin small svo sannarlega í seinni hálfleik. Við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Ég var eiginlega ekkert orðinn rólegur fyrr en mínúta var eftir því að Afturelding er með frábært lið og frábæran þjálfara,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fórum yfir varnarleikinn fyrst og fremst frá því í síðasta leik þar sem við fengum á okkur 35 mörk. Núna héldum við Aftureldingu í 6 mörkum á 28 mínútum í seinni hálfleik og þá vinnur maður leikinn, það er bara þannig.“ Guðmundur var virkilega sáttur með fyrsta sigur í Olís deildinni og frammistöðu sinna drengja í dag. „Við erum búnir að bíða eftir þessum fyrsta sigri síðan einhvertímann í sumar en þessir strákar eru frábærir, jákvæðir og halda alltaf áfram og þegar við tökum lítil skref í einu þá förum við að ná markmiðinu okkar.“ „Það er þessi neysti og vilji sem að hefur vantað er kominn og hann er kominn til að vera vill ég meina“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti