Dagur Sig: Valsmenn eiga ekki séns í Selfoss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 09:30 Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti