Enski boltinn

Mourinho um Lukaku: Hann gæti þetta ekki nema af því að hann er í góðu liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði belgíska markaskoraranum Romelu Lukaku fyrir frammistöðu hans á fyrstu mánuðum Belgans í United búningnum. Sky Sports segir frá.

Portúgalski stjórinn benti hinsvegar um leið á það að góð frammistaða liðsins skipt mestu máli fyrir Romelu Lukaku.

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í sigri á CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hefur þar með skorað 10 mörk í 9 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Manchester United.

Lukaku bætti þar sem met Sir Bobby Charlton sem á sínum tíma skoraði níu mörk í fyrstu níu leikjunum.

„Þetta er frábært afrek hjá honum en hann gæti þetta ekki nema af því að hann er í góðu liði,“ sagði Jose Mourinho og ítrekaði:

„Lykilaðtriðið er að liðið okkar er að spila vel. Þetta eru samt frábærar tölur hjá Romelo. Hann er hógvær og vill alltaf læra og bæta sig,“ sagði Mourinho.

„Metnaðurinn er til staðar hjá honum og ég treysti á það að hann haldi áfram að standa sig með okkur,“ sagði Mourinho.

Það er hægt að sjá mörkin hjá Manchester United í gær í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×