Bálreiður bóndi segir afurðastöðvar halda bændum í hengingaról Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. september 2017 06:00 Sauðfjárbændur eru verulega uggandi yfir framtíð sinni vísir/eyþór Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Afurðastöðvarnar halda bændum í hengingaról, segir bálreiður bóndi á Norðurlandi sem sér fram á að fá 830 þúsund krónum minna fyrir 260 lömb í ár en í fyrra. Mikil ólga er meðal bænda vegna kjaraskerðingar sem þeir verða fyrir vegna ákvörðunar afurðastöðva um að lækka greiðslur til bænda um 35 prósent frá árinu í fyrra þegar lækkunin nam þó rúmum 10 prósentum.Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að það stefndi í gjaldþrotahrinu og byggðahrun þar sem tekjur bænda í Dalabyggð hefðu hrunið um 160 milljónir á tveimur árum. Þar tók hann sem dæmi að frá afurðastöð fái hann í dag 360 krónur fyrir kílóið og 550 krónur frá ríkinu í gegnum búvörusamning. Upp á vanti 290 krónur til að mæta 1.200 króna framleiðslukostnaði við hvert kíló lambakjöts. Bændur standi frammi fyrir því að vera tekjulausir í ár.Sjá einnig: Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Eyjólfur Ingvi óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi. Ástandið er víða slæmt. Bóndi á Norðurlandi sem Fréttablaðið ræddi við baðst undan því að koma fram undir nafni af ótta við að verða úthýst hjá afurðastöðvum. Segir hann ótta bænda við að stíga fram og gagnrýna núverandi fyrirkomulag til marks um það kverkatak sem stöðvarnar hafi á stéttinni, sem eigi allt sitt undir að geta slátrað hjá þeim. Stöðvarnar hafi kýlt niður verðið á fölskum forsendum. „Ég slátraði 260 lömbum fyrir ári síðan, haustið 2016. Ég geri ráð fyrir að slátra sama fjölda núna og ég er búinn að slátra um helmingnum og fá skrá yfir verðgildi þess sem ég er búinn að slátra. Samkvæmt útreikningum mínum fæ ég 830 þúsund krónum minna fyrir þessi 260 lömb í ár en í fyrra en þá var þó 10 prósenta skerðing.“ Hann segir muna um minna hjá sauðfjárbændum. „Þetta er eiginlega bara svakalegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00 Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Réttað í Þverárrétt: Staðan fær ekki að skemma réttardaginn Réttað var í Þverárrétt í Borgarfirði mánudaginn 11. september síðastliðinn. Safnið kom af fjalli sunnudeginum áður og hófst dráttur þá í litlum mæli til að létta á safngirðingunni og vinnu daginn eftir. 14. september 2017 09:00
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55