Akraborgin: Gummi Torfa skoraði bara 18 mörk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 22:00 Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00
Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33