Akraborgin: Gummi Torfa skoraði bara 18 mörk Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 22:00 Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Markahrókarnir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason voru í spjalli hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag og ræddu umrædda 19 marka metið. Pétur var fyrstur allra til þess að komast í 19 mörk. Það gerði hann í 17 leikjum árið 1978. „Það var varla talað um að það væri eitthvað met á þessum tíma. Það var bara eftir síðasta leikinn að menn fóru að tala um að það væri komið eitthvað met,“ sagði Pétur. „Afrekið sem Pétur gerir á sínum tíma er svo merkilegt því hann er svo ungur, hann er bara 17 ára kvikindi,“ sagði Guðmundur. En afhverju spilaði Pétur bara 17 leiki á tímabilinu þegar hann sló metið? „Ég var alltaf í agabanni, var í agabanni í þrjú ár meira eða minna,“ sagði Pétur og hló. Guðmundur jafnaði met Péturs árið 1986, en hann spilaði ekki síðasta deildarleik tímabilsins. „Ég var í breyttu hlutverki, í leiknum þeim. Ásgeir heitinn Elíasson kemur til mín fyrir fundinn fyrir leikinn [Fram - KR á Laugardalsvelli í lokaleik umferðarinnar] og spyr: Hvort viltu verða Íslandsmeistari eða slá markametið? Og ég sagði náttúrulega bara bæði.“ „Það er mögulega ekki hægt, sagði hann, því þú átt að vera á miðjunni og þú átt að dekka Gunna Gísla, hann er svo sterkur skallamaður,“ sagði Guðmundur og rifjar upp lokasprettinn á tímabilinu 1986. Hann var ekki vítaskytta Framara þetta tímabilið, og fullyrðir að hann hefði skorað yfir 20 mörk hefði það verið hlutverk hans. Pétur sagði hins vegar að hann hafi ekki einu sinni náð 19 mörkum, því eitt marka hans hafi verið sjálfsmark. Mikil pressa hefur verið á Andra Rúnari Bjarnasyni, framherja Grindavíkur, hvort hann felli metið. Andri Rúnar er kominn með 18 mörk þegar einn umferð er eftir af Pepsi deild karla. En hvort Andri nær metinu eða ekki, þá mun það ekki lifa að eilífu. „Markamet mun alltaf falla á endanum,“ sagði Guðmundur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30 Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Teigurinn: Andri Rúnar er leikmaður ársins Strákarnir í Teignum veltu því fyrir sér hver væri búinn að vera besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. 22. september 2017 22:30
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00
Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. 17. september 2017 18:33