City á toppinn eftir sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 20:45 Sergio Aguero misnotaði víti í kvöld Vísir/Getty Manchester City er á toppi F-riðils eftir 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk á heimavelli. Kevin de Bruyne kom City yfir á 48. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að hafa unnið boltann á miðjum vellinum. Raheem Sterling tryggði svo sigur City á 90. mínútu. Sterling hefur nú skorað 8 mörk í 6 leikjum fyrir City á tímabilinu. Sergio Aguero misnotaði víti á 72. mínútu, eftir að Ivan Ordets braut af sér inni í vítateig. Meistaradeild Evrópu
Manchester City er á toppi F-riðils eftir 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk á heimavelli. Kevin de Bruyne kom City yfir á 48. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að hafa unnið boltann á miðjum vellinum. Raheem Sterling tryggði svo sigur City á 90. mínútu. Sterling hefur nú skorað 8 mörk í 6 leikjum fyrir City á tímabilinu. Sergio Aguero misnotaði víti á 72. mínútu, eftir að Ivan Ordets braut af sér inni í vítateig.
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð