Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 23-27 | FH-ingar unnu grannaslaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 22:00 Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður FH. vísir/anton brink FH er áfram með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir fjögurra marka sigur, 23-27, á Haukum í grannaslag í kvöld. Staðan var jöfn, 13-13, eftir afar sveiflukenndan fyrri hálfleik. Birkir Fannar Bragason byrjaði seinni hálfleikinn í marki FH og hann átti eftir að reynast örlagavaldur. Birkir varði fjögur dauðafæri á fyrstu sex mínútum seinni hálfleiks og endaði með níu skot varin (47,4%). Drifnir áfram af frammistöðu Birkis náðu FH-ingar undirtökunum. En Haukar voru aldrei langt undan og þeir jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik, 19-19. FH-ingar svöruðu með þremur mörkum í röð og lét þá forystu ekki af hendi. Lokatölur 23-27, FH í vil.Af hverju vann FH? FH-ingar spiluðu afar sterkan varnarleik í seinni hálfleik og þá skipti markvarsla Birkis sköpum. Gestirnir spiluðu sóknarleikinn af mikilli skynsemi og töpuðu aðeins fjórum boltum í öllum leiknum. Fyrir vikið voru hraðaupphlaup Hauka ekki mörg.Þessir stóðu upp úr: Eins og áður sagði átti Birkir frábæra innkomu í FH-markið. Ágúst Birgisson var frábær inni á línunni og skilaði sex mörkum líkt og Ísak Rafnsson sem hefur byrjað tímabilið einstaklega vel. Óðinn Þór Ríkharðsson átti einnig fínan leik og skoraði fimm mörk. Daníel Þór Ingason bar af í liði Hauka og skoraði 10 mörk. Hákon Daði Styrmisson skoraði sex mörk en aðrir fundu sig ekki í sókninni. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot (37,2%) í marki Hauka.Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Hauka var ekki nógu beittur í seinni hálfleik og það vantaði sárlega framlag frá fleirum í sókninni. Línumennirnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Heimir Óli Heimisson fóru óvenju illa með færin sín en þeir skoruðu samtals þrjú mörk úr sjö skotum.Hvað gerist næst? Haukar sækja Stjörnuna heim á fimmtudaginn á meðan FH fær Gróttu í heimsókn.Halldór Sigfússon, þjálfari FHvísir/anton brinkHalldór: Munaði miklu um Birki Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Haukum í kvöld. Hann var ekkert alltof ánægður með fyrri hálfleikinn en í þeim seinni sýndu FH-ingar styrk sinn og lönduðu sigrinum. „Við vorum undir pari tilfinningalega og virknin var ekki eins og hún á að vera. En staðan var jöfn í hálfleik,“ sagði Halldór eftir leik. „Við töluðum um að við þyrftum að laga varnarleikinn og ná öryggi á milli manna. Og það tókst mjög vel í seinni hálfleik. Við spiluðum frábæra vörn og gerðum afar fá tæknimistök sem telja gríðarlega mikið í svona leik.“ Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í mark FH og varði níu skot í seinni hálfleik. „Það munaði gríðarlega miklu um hans framlag. Hann tók dauðafæri sem gaf okkur mikið sjálfstraust og hraðaupphlaup,“ sagði Halldór að lokum.Gunnar Magnússonvísir/anton brinkGunnar: Vantaði framlag frá fleirum „Uppstilltur sóknarleikur fór með þetta. Við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið. Í seinni hálfleik fengum við dauðafæri sem við skoruðum ekki úr,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið fyrir FH í kvöld. „Það mæddi mikið á Daníel [Þór Ingasyni] og það vantaði að fleiri stigu upp. FH-ingar voru bara betri og með meiri breidd í sókninni.“ FH náði yfirhöndinni í byrjun seinni hálfleiks, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Birkis Fannars Bragasonar sem varði nokkur dauðafæri frá leikmönnum Hauka. „Líka þegar við reyndum að komast inn í leikinn undir lokin. Þá tók hann færi úr hornum og af línu. Við skoruðum ekki nóg til að vinna leikinn og það vantaði framlag frá fleirum,“ sagði Gunnar. Hann segist þurfa að leggjast yfir sóknarleikinn fyrir framhaldið. „Uppstilltur varnarleikur, þegar við komumst í vörnina, var þokkalegur. Við duttum reyndar niður síðustu 10 mínúturnar. Við þurfum að koma fleirum gang. Við vorum að skapa færi sem við klúðruðum og svo vantaði aðeins upp á spilið,“ sagði Gunnar að endingu. Olís-deild karla
FH er áfram með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir fjögurra marka sigur, 23-27, á Haukum í grannaslag í kvöld. Staðan var jöfn, 13-13, eftir afar sveiflukenndan fyrri hálfleik. Birkir Fannar Bragason byrjaði seinni hálfleikinn í marki FH og hann átti eftir að reynast örlagavaldur. Birkir varði fjögur dauðafæri á fyrstu sex mínútum seinni hálfleiks og endaði með níu skot varin (47,4%). Drifnir áfram af frammistöðu Birkis náðu FH-ingar undirtökunum. En Haukar voru aldrei langt undan og þeir jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik, 19-19. FH-ingar svöruðu með þremur mörkum í röð og lét þá forystu ekki af hendi. Lokatölur 23-27, FH í vil.Af hverju vann FH? FH-ingar spiluðu afar sterkan varnarleik í seinni hálfleik og þá skipti markvarsla Birkis sköpum. Gestirnir spiluðu sóknarleikinn af mikilli skynsemi og töpuðu aðeins fjórum boltum í öllum leiknum. Fyrir vikið voru hraðaupphlaup Hauka ekki mörg.Þessir stóðu upp úr: Eins og áður sagði átti Birkir frábæra innkomu í FH-markið. Ágúst Birgisson var frábær inni á línunni og skilaði sex mörkum líkt og Ísak Rafnsson sem hefur byrjað tímabilið einstaklega vel. Óðinn Þór Ríkharðsson átti einnig fínan leik og skoraði fimm mörk. Daníel Þór Ingason bar af í liði Hauka og skoraði 10 mörk. Hákon Daði Styrmisson skoraði sex mörk en aðrir fundu sig ekki í sókninni. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot (37,2%) í marki Hauka.Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Hauka var ekki nógu beittur í seinni hálfleik og það vantaði sárlega framlag frá fleirum í sókninni. Línumennirnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Heimir Óli Heimisson fóru óvenju illa með færin sín en þeir skoruðu samtals þrjú mörk úr sjö skotum.Hvað gerist næst? Haukar sækja Stjörnuna heim á fimmtudaginn á meðan FH fær Gróttu í heimsókn.Halldór Sigfússon, þjálfari FHvísir/anton brinkHalldór: Munaði miklu um Birki Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Haukum í kvöld. Hann var ekkert alltof ánægður með fyrri hálfleikinn en í þeim seinni sýndu FH-ingar styrk sinn og lönduðu sigrinum. „Við vorum undir pari tilfinningalega og virknin var ekki eins og hún á að vera. En staðan var jöfn í hálfleik,“ sagði Halldór eftir leik. „Við töluðum um að við þyrftum að laga varnarleikinn og ná öryggi á milli manna. Og það tókst mjög vel í seinni hálfleik. Við spiluðum frábæra vörn og gerðum afar fá tæknimistök sem telja gríðarlega mikið í svona leik.“ Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í mark FH og varði níu skot í seinni hálfleik. „Það munaði gríðarlega miklu um hans framlag. Hann tók dauðafæri sem gaf okkur mikið sjálfstraust og hraðaupphlaup,“ sagði Halldór að lokum.Gunnar Magnússonvísir/anton brinkGunnar: Vantaði framlag frá fleirum „Uppstilltur sóknarleikur fór með þetta. Við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið. Í seinni hálfleik fengum við dauðafæri sem við skoruðum ekki úr,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið fyrir FH í kvöld. „Það mæddi mikið á Daníel [Þór Ingasyni] og það vantaði að fleiri stigu upp. FH-ingar voru bara betri og með meiri breidd í sókninni.“ FH náði yfirhöndinni í byrjun seinni hálfleiks, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Birkis Fannars Bragasonar sem varði nokkur dauðafæri frá leikmönnum Hauka. „Líka þegar við reyndum að komast inn í leikinn undir lokin. Þá tók hann færi úr hornum og af línu. Við skoruðum ekki nóg til að vinna leikinn og það vantaði framlag frá fleirum,“ sagði Gunnar. Hann segist þurfa að leggjast yfir sóknarleikinn fyrir framhaldið. „Uppstilltur varnarleikur, þegar við komumst í vörnina, var þokkalegur. Við duttum reyndar niður síðustu 10 mínúturnar. Við þurfum að koma fleirum gang. Við vorum að skapa færi sem við klúðruðum og svo vantaði aðeins upp á spilið,“ sagði Gunnar að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti