Umfjöllun og viðtöl: Fram - Selfoss 33-35 | Markaveisla í sigri Selfyssinga Anton Ingi Leifsson skrifar 25. september 2017 20:45 Teitur Örn Einarsson hefur byrjað leiktíðina vel með Selfyssingum. vísir/eyþór Selfoss er komið með fjögur stig af sex mögulegum í Olís-deild karla, en þeir lögðu Framara í kvöld, 35-33. Staðan í hálfleik var 18-15, Selfyssingum í vil. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum þangað til gestirnir náðu virkilega góðum kafla um miðbik hálfleiksins, en þá breyttu þeir stöðunni úr 10-10 í 14-10. Fram að því höfðu liðið haldist hönd í hönd, en þessi kafli gerði það að verkum að gestirnir leiddu 18-15 í hálfleik. Þeir spýttu enn meira í lófana í upphafi síðari hálfleiks og spiluðu algjörlega frábæran handolta í upphafi síðari hálfleiks. Þeir náðu mest sex marka forskoti, en voru nærri búnir að glutra því niður. Fram jafnaði metin, en á lokamínútunum reyndust gestirnir sterkari og unnu að endingu tveggja marka sigur, 35-33. Selfoss er því með fjögur stig af sex mögulegum, en Fram er einungis með eitt.Afhverju vann Selfoss? Þeir hertu varnarleikinn til muna um miðbik fyrri hálfleiks og náðu upp forskoti sem þér létu aldrei af hendi þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Framarar. Byrjunin á síðari hálfleik gaf það í skyn að þeir væru ekki mættir í Safamýrina til að tapa stigum. Sóknarleikurinn gekk virkilega og þeir spiluðu skemmtilegan flæðandi bolta og fengu mörk úr öllum áttum. Varnarleikurinn er enn að slípast til og markvarslan var ekkert meira en ágæt. Heimamenn misstu hausinn í smá stund og gegn eins góðu liði og Selfoss þá færðu það í bakið.Hverjar stóðu upp úr? Teitur Örn Einarsson lék á alls odds og skoraði ellefu mörk, en hann var algjörlega frábær og Framarar réðu ekkert við hann. Haukur Þrastarson stýrði sóknarleik Selfyssinga af ótrúlegri festu, en pilturinn er einungis 16 ára gamall. Einnig bætti hann við sex mörkum. Hjá Fram átti Sigurður Örn fínan leik, en markverðir Selfyssinga áttu ekki roð í skotin hans. Arnar Birkir bætti svo við sjö mörkum, en hann er afar öflugur og mikilvægur þessu Fram-liði.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram og markvarsla var lengstum ekki nægilega góð. Að fá á sig 35 mörk er ekki líklegt til árangurs, en það eru fáheyrðar tölur í bransanum. Varnarleikur Selfyssinga og markvarsla var heldur ekkert sérstök og liðin þurf að skerpa á þessum hlutum fyrir næstu leiki sína.Hvað gerist næst? Selfyssingar heimsækja Íslands- og bikarmeistara Vals sem eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína á meðan Framarar mæta Aftureldingu. Bæði Fram og Afturelding eru einungis með eitt stig og leita sínum fyrsta sigri.Patrekur: Sá strax hverslags efni þetta er „Fram er gott lið og eins og við þekkjum þá, þá gefast þeir ekkert upp,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, í samtali við Vísi í leikslok. „Þeir halda alltaf áfram og við vorum komnir í góða stöðu.” „Síðan var þetta jafnt í lokin, en ég er ánægður með að við höfum klárað þetta. Ég er ánægður með að hafa komist í þessa stöðu, en við þurfum að fá beittari og markvörslu.” „Sóknarleikurinn gekk fínt. Við skorum 35 mörk og við spiluðum fjölbreyttan sóknarleik með fáa tæknifeila. Varnarleikurinn þarf að vera betri.” „Fram má eiga það að þeir eru með góðar skyttur og síðan spila þeir bara sinn bolta svo það er ekkert auðvelt að vinna hérna.” Haukur Þrastarson var frábær í leiknum. Hann stýrði sóknarleiknum virkilega vel hjá gestunum, en Haukur er einungis 16 ára gamall. „Ég sá það strax í sumar þegar ég byrjaði að vinna á Selfossi hverslags efni þetta er. Ég treysti honum 100%, það er mikil ró yfir honum og hann er framtíðarleikmaður. Ég er hrikalega ánægður með hann.” Með Hauki í útilínu Selfyssinga eru þeir Teitur Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson, en þeir eru einungis 19 og 20 ára. Selfyssingar skarta því mjög ungri útilínu. „Þetta eru 16 ára, 19 og 20 drengir. Mér finnst gott að hafa góða blöndu. Einar Sverrisson kom með fína innkomu og svo á ég Sverri líka. Þetta var leikur eins og gegn Fjölni þar sem allt liðið var að fúnkera vel, en við þurfum að bæta varnarleikinn fyrir fimmtudaginn.” Selfoss er komið með fjögur stig, en er það ekki bara fínasta byrjun? „Í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni ætluðum við okkur of mikið. Lentum strax 3-0 undir og vorum of æstir. Við erum yfirvegaðari, en ég tek fjögur stig þó ég hefði viljað sex,” sagði Patrekur sposkur að lokum.Guðmundur: Höldum ótrauðir áfram „Við vorum óheppnir í dag. Það vantaði smá neista. Fráköstin duttu til þeirra. Þetta var stöngin út hjá okkur á meðan þetta var stöngin inn hjá þeim. Það var munurinn í dag,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, í samtali við Vísi. „Við dettum aðeins niður í einbeitingu í byrjun síðari hálfleiks, en við fengum alltof mörg mörk á okkur í fyrri hálfleik. Það er annar kapituli.” „Það er frábær karakter í strákunum að koma aftur til baka og að gefa þessu leik,” en varnarleikur og markvarsla Fram var ekki til útflutnings, lengstum af í leiknum í dag. „Þegar maður fær á sig 35 þá þarf maður bara að skora 36 eða 37. Eins og ég hef sagt áður þá er það vörnin sem vinnur leiki og við náðum ekki alveg að stoppa þá í dag.” „Þeir eru með þvílíkar skyttur og við áttum í vandræðum með þær,” en varnarmenn Fram réðu ekkert við Teit Örn Einarsson sem skoraði að endingu ellefu mörk. Fram er einungis með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina, en Guðmund segir að menn séu þó rólegir í Safamýrinni. „Nei, alls ekki. Það eru batamerki í liðinu og við höldum ótrauðir áfram,” sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla
Selfoss er komið með fjögur stig af sex mögulegum í Olís-deild karla, en þeir lögðu Framara í kvöld, 35-33. Staðan í hálfleik var 18-15, Selfyssingum í vil. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum þangað til gestirnir náðu virkilega góðum kafla um miðbik hálfleiksins, en þá breyttu þeir stöðunni úr 10-10 í 14-10. Fram að því höfðu liðið haldist hönd í hönd, en þessi kafli gerði það að verkum að gestirnir leiddu 18-15 í hálfleik. Þeir spýttu enn meira í lófana í upphafi síðari hálfleiks og spiluðu algjörlega frábæran handolta í upphafi síðari hálfleiks. Þeir náðu mest sex marka forskoti, en voru nærri búnir að glutra því niður. Fram jafnaði metin, en á lokamínútunum reyndust gestirnir sterkari og unnu að endingu tveggja marka sigur, 35-33. Selfoss er því með fjögur stig af sex mögulegum, en Fram er einungis með eitt.Afhverju vann Selfoss? Þeir hertu varnarleikinn til muna um miðbik fyrri hálfleiks og náðu upp forskoti sem þér létu aldrei af hendi þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Framarar. Byrjunin á síðari hálfleik gaf það í skyn að þeir væru ekki mættir í Safamýrina til að tapa stigum. Sóknarleikurinn gekk virkilega og þeir spiluðu skemmtilegan flæðandi bolta og fengu mörk úr öllum áttum. Varnarleikurinn er enn að slípast til og markvarslan var ekkert meira en ágæt. Heimamenn misstu hausinn í smá stund og gegn eins góðu liði og Selfoss þá færðu það í bakið.Hverjar stóðu upp úr? Teitur Örn Einarsson lék á alls odds og skoraði ellefu mörk, en hann var algjörlega frábær og Framarar réðu ekkert við hann. Haukur Þrastarson stýrði sóknarleik Selfyssinga af ótrúlegri festu, en pilturinn er einungis 16 ára gamall. Einnig bætti hann við sex mörkum. Hjá Fram átti Sigurður Örn fínan leik, en markverðir Selfyssinga áttu ekki roð í skotin hans. Arnar Birkir bætti svo við sjö mörkum, en hann er afar öflugur og mikilvægur þessu Fram-liði.Hvað gekk illa? Varnarleikur Fram og markvarsla var lengstum ekki nægilega góð. Að fá á sig 35 mörk er ekki líklegt til árangurs, en það eru fáheyrðar tölur í bransanum. Varnarleikur Selfyssinga og markvarsla var heldur ekkert sérstök og liðin þurf að skerpa á þessum hlutum fyrir næstu leiki sína.Hvað gerist næst? Selfyssingar heimsækja Íslands- og bikarmeistara Vals sem eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína á meðan Framarar mæta Aftureldingu. Bæði Fram og Afturelding eru einungis með eitt stig og leita sínum fyrsta sigri.Patrekur: Sá strax hverslags efni þetta er „Fram er gott lið og eins og við þekkjum þá, þá gefast þeir ekkert upp,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, í samtali við Vísi í leikslok. „Þeir halda alltaf áfram og við vorum komnir í góða stöðu.” „Síðan var þetta jafnt í lokin, en ég er ánægður með að við höfum klárað þetta. Ég er ánægður með að hafa komist í þessa stöðu, en við þurfum að fá beittari og markvörslu.” „Sóknarleikurinn gekk fínt. Við skorum 35 mörk og við spiluðum fjölbreyttan sóknarleik með fáa tæknifeila. Varnarleikurinn þarf að vera betri.” „Fram má eiga það að þeir eru með góðar skyttur og síðan spila þeir bara sinn bolta svo það er ekkert auðvelt að vinna hérna.” Haukur Þrastarson var frábær í leiknum. Hann stýrði sóknarleiknum virkilega vel hjá gestunum, en Haukur er einungis 16 ára gamall. „Ég sá það strax í sumar þegar ég byrjaði að vinna á Selfossi hverslags efni þetta er. Ég treysti honum 100%, það er mikil ró yfir honum og hann er framtíðarleikmaður. Ég er hrikalega ánægður með hann.” Með Hauki í útilínu Selfyssinga eru þeir Teitur Örn Einarsson og Elvar Örn Jónsson, en þeir eru einungis 19 og 20 ára. Selfyssingar skarta því mjög ungri útilínu. „Þetta eru 16 ára, 19 og 20 drengir. Mér finnst gott að hafa góða blöndu. Einar Sverrisson kom með fína innkomu og svo á ég Sverri líka. Þetta var leikur eins og gegn Fjölni þar sem allt liðið var að fúnkera vel, en við þurfum að bæta varnarleikinn fyrir fimmtudaginn.” Selfoss er komið með fjögur stig, en er það ekki bara fínasta byrjun? „Í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni ætluðum við okkur of mikið. Lentum strax 3-0 undir og vorum of æstir. Við erum yfirvegaðari, en ég tek fjögur stig þó ég hefði viljað sex,” sagði Patrekur sposkur að lokum.Guðmundur: Höldum ótrauðir áfram „Við vorum óheppnir í dag. Það vantaði smá neista. Fráköstin duttu til þeirra. Þetta var stöngin út hjá okkur á meðan þetta var stöngin inn hjá þeim. Það var munurinn í dag,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, í samtali við Vísi. „Við dettum aðeins niður í einbeitingu í byrjun síðari hálfleiks, en við fengum alltof mörg mörk á okkur í fyrri hálfleik. Það er annar kapituli.” „Það er frábær karakter í strákunum að koma aftur til baka og að gefa þessu leik,” en varnarleikur og markvarsla Fram var ekki til útflutnings, lengstum af í leiknum í dag. „Þegar maður fær á sig 35 þá þarf maður bara að skora 36 eða 37. Eins og ég hef sagt áður þá er það vörnin sem vinnur leiki og við náðum ekki alveg að stoppa þá í dag.” „Þeir eru með þvílíkar skyttur og við áttum í vandræðum með þær,” en varnarmenn Fram réðu ekkert við Teit Örn Einarsson sem skoraði að endingu ellefu mörk. Fram er einungis með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina, en Guðmund segir að menn séu þó rólegir í Safamýrinni. „Nei, alls ekki. Það eru batamerki í liðinu og við höldum ótrauðir áfram,” sagði Guðmundur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti