Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Stjarnan 27-27 | Mosfellingar enn án sigurs Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. september 2017 22:15 Ernir Hrafn Arnarson var markahæstur Mosfellinga. vísir/eyþór Afturelding og Stjarnan skildu jöfn 27-27 í Mosfellsbænum í kvöld í 3. umferð Olís-deild karla. Eftir að hafa verið skrefi eftir á lengst af í leiknum fengu Garðbæingar tækifæri til að stela sigrinum en náðu ekki að nýta sér það á lokamínútunni. Mosfellingar byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn, þegar mest var með fjórum mörkum en staðan var 15-13 í hálfleik, Mosfellingum í vil. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, liðin skiptust á mörkum og forskotinu en bæði fengu þau tækifæri til að setja sigurmark á lokamínútunni án árangurs. Mosfellingar eru því enn án sigurs eftir þrjár umferðir í Olís-deild karla en eru þó komnir með fyrsta stig vetursins, á sama tíma hafa Garðbæingar ekki enn tapað leik með fjögur stig eftir þrjár umferðir.Afhverju skildu liðin jöfn? Heimamenn eru eflaust svekktari eftir að hafa náð góðu forskoti um miðbik fyrri hálfleiks að nýta sér ekki meðbyrinn og gera út um leikinn þar. Garðbæingar urðu öflugari með hverri mínútu sem leið af leiknum og var jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða en örlítið meiri kraftur í fyrri hjá Aftureldingu hefði sennilega slegið Stjörnuna endanlega út af laginu.Þessir stóðu upp úr: Hjá gestunum lék Egill Magnússon fyrsta leik sinn í vetur með Stjörnunni eftir heimkomu frá Tvis Holstebro og eftir að hafa verið aðeins of lengi af stað sýndi hann gæði sín á lokakaflanum er hann stýrði sóknarleik liðsins afar vel. Hjá Aftureldingu var Ernir alltaf tilbúinn að taka af skarið í sóknarleiknum en þeir þurfa meira frá öðrum vopnum sínum í sóknarleiknum.Hvað gekk illa? Markvarslan var á köflum afar döpur í kvöld en Sveinbirni Péturssyni í marki Stjörnunnar var kippt af velli snemma leiks. Nafnarnir Lárus Helgi Ólafsson og Lárus Gunnarsson stóðu vaktina lengst af en voru báðir með undir 30% markvörslu.Hvað gerist næst? Mosfellingar mæta liði Fram á útivelli þar sem liðið getur náð fyrsta sigri vetrarins áður en landsleikjahléð tekur við en á sama tíma taka taplausir Stjörnumenn á móti Haukum á heimavelli sínum.Einar Andri: Tek margt jákvætt úr þessu þrátt fyrir jafnteflið „Þetta er mjög svekkjandi en kannski bara sanngjörn úrslit, bæði liðin voru að spila vel en við vorum klaufar að klára þetta ekki,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur að leikslokum. „Við fáum tækifæri til að komast þremur mörkum yfir undir lok leiksins og náðum því ekki, það hefði gengið langt með að klára þennan leik. Þrátt fyrir að fá aðeins stig hérna í kvöld tek ég margt jákvætt úr þessu.“ Mosfellingar náðu um tíma góðu forskoti í fyrri hálfleik. „Við vorum sterkir varnarlega í takt við flotta spilamennsku í sóknarleiknum sem skilaði okkur fimmtán mörkum. Það eina sem ég get sett út á var hversu auðveldlega þeir voru að komast inn á línuna.“ Það var töluverð óánægja með dómaraparið í stúkunni en Einar hrósaði þeim eftir leik. „Dómgæslan fannst mér mjög góð, þetta var erfiður leikur og það var vel tekist á í kvöld en þeir leystu þetta vel.“ Þetta var fyrsta stig Aftureldingar í deildinni. „Við tökum þessu stigi og erum komnir á töfluna, við eigum einn leik eftir áður en pásan kemur og við getum farið þokkalega sáttir inn í það ef okkur tekst að taka tvö stig í næsta leik.“vísir/eyþórEinar: Spiluðum á köflum frábæran handbolta á báðum endum „Ég held að við förum héðan sáttir með stigið þótt að ég hafi aðeins gælt við það að taka sigurinn hérna undir lokin,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvort hann tæki stiginu fagnandi að leikslokum. Garðbæingar voru lengi af stað og lentu fjórum mörkum undir snemma í fyrri hálfleik. „Afturelding er með frábært lið með frábært þjálfarateymi á meðan við erum aðeins að púsla þessu öllu saman og en okkur tókst betur og betur að spila saman eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Einar sem var afar sáttur með spilamennskuna á köflum. „Mér fannst við á köflum spila alveg frábæran handbolta bæði í vörn og sókn en við vorum að fara illa með stöðurnar þegar við vorum manni fleiri, vorum að brenna af flottum færum.“ Það kom Einari ekki á óvart að það væru smá hnökrar á sóknarleiknum í byrjun. „Við vorum að koma okkur í góð færi og förum illa með sennilega einhver 6-7 dauðafæri en ég er ánægður að við erum að ná að skapa okkur þessi færi.“ Egill Magnússon kom aftur inn í lið Stjörnunnar eftir tvö ár í atvinnumennsku en hann var öflugur á lokakaflanum. „Hann var frábær í seinni hálfleik þótt að það vanti aðeins upp á leikæfinguna en það kemur. Hann sýndi hvað býr í honum og vonandi er leiðin bara upp.“Árni Bragi: Þessi svokallaði slæmi kafli er alltaf of langur „Það er gott að vera loksins komnir með stig en við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þennan leik,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður Aftureldingar, að leikslokum. „Við gerum ákveðnar kröfur til okkar, sérstaklega varnarlega og við náum ekki að fylgja þeim. Ég tek stigið en er samt drullu svekktur.“ Árni segist vera orðinn pirraður á því að gera ekki út um leiki. „Það er eitthvað sem við einfaldlega verðum að fara að temja okkur, þetta er orðið frekar þreytt. Við komum alltaf vel gíraðir inn í fyrri hálfleik og náum góðu forskoti sem við glutrum niður, hvort sem er í deildinni heima eða í Evrópu,“ sagði Árni og hélt áfram: „Þetta er búið að vera svona allt tímabilið, við erum að spila vel í sóknarleiknum og ná hátt í þrjátíu mörkum en það þarf að ná að tengja betur varnarleikinn. Við vitum að við getum gert mun betur en þessi svokallaði slæmi kafli er einfaldlega of langur.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mosfellsbænum í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.Einar og félagar eru enn ósigraðir í Olís-deildinni.vísir/eyþórÁrni Bragi fagnar.vísir/eyþórEinar Andri og lærisveinar hans eiga enn eftir að fagna sigri á tímabilinu.vísir/eyþór Olís-deild karla
Afturelding og Stjarnan skildu jöfn 27-27 í Mosfellsbænum í kvöld í 3. umferð Olís-deild karla. Eftir að hafa verið skrefi eftir á lengst af í leiknum fengu Garðbæingar tækifæri til að stela sigrinum en náðu ekki að nýta sér það á lokamínútunni. Mosfellingar byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn, þegar mest var með fjórum mörkum en staðan var 15-13 í hálfleik, Mosfellingum í vil. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, liðin skiptust á mörkum og forskotinu en bæði fengu þau tækifæri til að setja sigurmark á lokamínútunni án árangurs. Mosfellingar eru því enn án sigurs eftir þrjár umferðir í Olís-deild karla en eru þó komnir með fyrsta stig vetursins, á sama tíma hafa Garðbæingar ekki enn tapað leik með fjögur stig eftir þrjár umferðir.Afhverju skildu liðin jöfn? Heimamenn eru eflaust svekktari eftir að hafa náð góðu forskoti um miðbik fyrri hálfleiks að nýta sér ekki meðbyrinn og gera út um leikinn þar. Garðbæingar urðu öflugari með hverri mínútu sem leið af leiknum og var jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða en örlítið meiri kraftur í fyrri hjá Aftureldingu hefði sennilega slegið Stjörnuna endanlega út af laginu.Þessir stóðu upp úr: Hjá gestunum lék Egill Magnússon fyrsta leik sinn í vetur með Stjörnunni eftir heimkomu frá Tvis Holstebro og eftir að hafa verið aðeins of lengi af stað sýndi hann gæði sín á lokakaflanum er hann stýrði sóknarleik liðsins afar vel. Hjá Aftureldingu var Ernir alltaf tilbúinn að taka af skarið í sóknarleiknum en þeir þurfa meira frá öðrum vopnum sínum í sóknarleiknum.Hvað gekk illa? Markvarslan var á köflum afar döpur í kvöld en Sveinbirni Péturssyni í marki Stjörnunnar var kippt af velli snemma leiks. Nafnarnir Lárus Helgi Ólafsson og Lárus Gunnarsson stóðu vaktina lengst af en voru báðir með undir 30% markvörslu.Hvað gerist næst? Mosfellingar mæta liði Fram á útivelli þar sem liðið getur náð fyrsta sigri vetrarins áður en landsleikjahléð tekur við en á sama tíma taka taplausir Stjörnumenn á móti Haukum á heimavelli sínum.Einar Andri: Tek margt jákvætt úr þessu þrátt fyrir jafnteflið „Þetta er mjög svekkjandi en kannski bara sanngjörn úrslit, bæði liðin voru að spila vel en við vorum klaufar að klára þetta ekki,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur að leikslokum. „Við fáum tækifæri til að komast þremur mörkum yfir undir lok leiksins og náðum því ekki, það hefði gengið langt með að klára þennan leik. Þrátt fyrir að fá aðeins stig hérna í kvöld tek ég margt jákvætt úr þessu.“ Mosfellingar náðu um tíma góðu forskoti í fyrri hálfleik. „Við vorum sterkir varnarlega í takt við flotta spilamennsku í sóknarleiknum sem skilaði okkur fimmtán mörkum. Það eina sem ég get sett út á var hversu auðveldlega þeir voru að komast inn á línuna.“ Það var töluverð óánægja með dómaraparið í stúkunni en Einar hrósaði þeim eftir leik. „Dómgæslan fannst mér mjög góð, þetta var erfiður leikur og það var vel tekist á í kvöld en þeir leystu þetta vel.“ Þetta var fyrsta stig Aftureldingar í deildinni. „Við tökum þessu stigi og erum komnir á töfluna, við eigum einn leik eftir áður en pásan kemur og við getum farið þokkalega sáttir inn í það ef okkur tekst að taka tvö stig í næsta leik.“vísir/eyþórEinar: Spiluðum á köflum frábæran handbolta á báðum endum „Ég held að við förum héðan sáttir með stigið þótt að ég hafi aðeins gælt við það að taka sigurinn hérna undir lokin,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvort hann tæki stiginu fagnandi að leikslokum. Garðbæingar voru lengi af stað og lentu fjórum mörkum undir snemma í fyrri hálfleik. „Afturelding er með frábært lið með frábært þjálfarateymi á meðan við erum aðeins að púsla þessu öllu saman og en okkur tókst betur og betur að spila saman eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Einar sem var afar sáttur með spilamennskuna á köflum. „Mér fannst við á köflum spila alveg frábæran handbolta bæði í vörn og sókn en við vorum að fara illa með stöðurnar þegar við vorum manni fleiri, vorum að brenna af flottum færum.“ Það kom Einari ekki á óvart að það væru smá hnökrar á sóknarleiknum í byrjun. „Við vorum að koma okkur í góð færi og förum illa með sennilega einhver 6-7 dauðafæri en ég er ánægður að við erum að ná að skapa okkur þessi færi.“ Egill Magnússon kom aftur inn í lið Stjörnunnar eftir tvö ár í atvinnumennsku en hann var öflugur á lokakaflanum. „Hann var frábær í seinni hálfleik þótt að það vanti aðeins upp á leikæfinguna en það kemur. Hann sýndi hvað býr í honum og vonandi er leiðin bara upp.“Árni Bragi: Þessi svokallaði slæmi kafli er alltaf of langur „Það er gott að vera loksins komnir með stig en við vorum sjálfum okkur verstir að klára ekki þennan leik,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður Aftureldingar, að leikslokum. „Við gerum ákveðnar kröfur til okkar, sérstaklega varnarlega og við náum ekki að fylgja þeim. Ég tek stigið en er samt drullu svekktur.“ Árni segist vera orðinn pirraður á því að gera ekki út um leiki. „Það er eitthvað sem við einfaldlega verðum að fara að temja okkur, þetta er orðið frekar þreytt. Við komum alltaf vel gíraðir inn í fyrri hálfleik og náum góðu forskoti sem við glutrum niður, hvort sem er í deildinni heima eða í Evrópu,“ sagði Árni og hélt áfram: „Þetta er búið að vera svona allt tímabilið, við erum að spila vel í sóknarleiknum og ná hátt í þrjátíu mörkum en það þarf að ná að tengja betur varnarleikinn. Við vitum að við getum gert mun betur en þessi svokallaði slæmi kafli er einfaldlega of langur.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mosfellsbænum í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.Einar og félagar eru enn ósigraðir í Olís-deildinni.vísir/eyþórÁrni Bragi fagnar.vísir/eyþórEinar Andri og lærisveinar hans eiga enn eftir að fagna sigri á tímabilinu.vísir/eyþór
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti