Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Grindavík 2-1 | Markametið stendur enn Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. september 2017 17:15 Andra Rúnari tókst ekki að slá markametið í dag. vísir/stefán KA lagði Grindavík í næst síðustu umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli með tveimur mörkum gegn einu í annars frekar tíðindalitlum leik. Bæði lið voru í fínni stöðu fyrir leikinn og sigldu frekar lygnan sjó og var að litlu að keppa þó að afar ólíklegur tölfræðilegur séns hafi verið á einhverju fyrir liðin svo það var að mestu keppt upp á heiðurinn í dag. Leikurinn hófst mð látum þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson vann vítaspyrnu strax á 3. mínútu þegar hann vann sig fyrir framan varnarmann Grindavíkur og fékk fótinn á honum aftan í sig. Elfar Árni Aðalsteinsson, markahæsti leikmaður KA í sumar, fór á punktinn en Kristijan Jajalo varði spyrnuna. Afar lítið gerðist í leiknum fram að 39. mínútu þegar Emil Lyng hamraði boltann í netið með skoti fyrir utan teig og kom heimamönnum yfir. Verðskulduð forysta KA sem voru fram að þessu líklegra liðið til að skora. Á 43. mínútu bætti Hallgrímur Mar við öðru marki KA þegar hann slapp í gegn eftir sendingu Emil Lyng og lagði boltann á milli fóta Jajalo í markinu og staðan þægileg fyrir heimamenn þegar haldið var inn í hálfleikinn. Það var svo á 51. mínútu þegar Simon Smidt skoraði mark fyrir Grindavík sem kom þó upp úr nánast engu en frekar slakt skot hans skoppaði yfir Rajkovic í marki KA sem hefði átt að gera mikið betur í þessari stöðu. Með markinu komst Grindavík ögn betur inn í leikinn en fátt var um einhver alvöru færi hjá liðunum út leikinn. Með sigrinum hoppar KA yfir Grindavík á töflunni og situr í 5.sæti með 29 stig en Grindavík í sæti neðar með 28 stig. KA heimsækir ÍBV í loka umferðinni en Grindavík fær Fjölni í heimsókn.Af hverju vann KA? KA stjórnuðu leiknum ögn betur en Grindavík en fyrst og fremst tóku þeir sénsana sem þeir fengu í þessum leik. Þeir nýttu sér beinskeytta sóknarmenn sína vel þegar vandræðagangur ríkti í vörn Grindvíkinga. Þeim tókst sömuleiðis vel að loka á sókn Grindvíkinga með hinn öfluga Andra Rúnar Bjarnason í fararbroddi. Þessir stóðu upp úr: Emil Lyng lét mikið af sér kveða í dag og átti mark og stoðsendingu í dag og Kristijan Jajalo átti heilt yfir ágætan leik í marki Grindavíkur og varði vel vítaspyrnu í upphafi leiksins. Guðmann Þórisson átti fínan leik í vörn KA og Aleksandar Trninic sem hefur fengið mikla gagnrýni síðustu daga fyrir að vera grófur átti afbragðs leik inn á miðjunni hjá KA. Hvað gekk illa? Hvorugt liðið náði einhverju almennilegu flæði á boltann og að stýra leiknum frá A-Ö. Mörg augu voru á Andra Rúnari Bjarnasyni leikmanni Grindavíkur sem er einu marki frá því að jafna markametið í deildinni en hann var ískaldur fyrir framan markið í dag og í raun aldrei líklegur til að skora. Leikmenn Grindavíkur virtust á tíðum full fókuseraðir á að koma boltanum til Andra og sóknaraðgerðir liðsins virkuðu því oft frekar „þvingaðar“. Hvað gerist næst? Grindavík fær Fjölni í heimsókn í síðustu umferðinni og freista þess að skríða aftur fyrir ofan KA í töflunni. Það verður eflaust enn frekar fylgst með Andra Rúnari sem fær annað tækifæri til að reyna við markametið og þá á heimavelli. KA á tækifæri á að hoppa upp í fjórða sætið takist þeim að vinna ÍBV í Eyjum og úrslitin úr leik KR verða þeim hagstæð.Óli Stefán: Förum úr miðsliðingsliði í Inkasso og í miðlingslið í Pepsi „Við gerum okkur seka um alltof stór mistök. Ekki bara í þessu mörkum heldur einnig frammi því við hefðum getað skorað eitt til tvö en gerðum mistök og þegar þú ert að spila á hæsta stigi á Íslandi þá kemstu ekki upp með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. Grindavík hefur átt góða leiktíð í sumar og segist Óli Stefán vera ánægður með lið sitt og telur það vera á góðri leið í langtíma áformum sínum en telur að kaflaskipti hafi orðið á liði sínu í seinni umferðinni í sumar. „Ég er ánægður með það. Ég vitna oft í þetta fimm ára plan okkar og á öðru ári förum við úr því að vera miðlungslið í Inkasso í miðlungslið í Pepsi og við erum á góðri leið. Það er ekkert ofboðslega mikið sem við þurfum að laga til að vera enn betra lið. Í seinni umferðinni spilum við betur en náum ekki í úrslit og fáum á okkur fleiri mörk en í fyrri umferðinni vorum við sterkir varnarlega, náðum í eitt mark og sóttum stigið. Þetta snýst um að finna jafnvægið,“ sagði Óli Stefán. „Kannski ætluðum við að stíga framar á völlinn, kannski les andstæðingurinn okkur betur og við reynum kannski of mikið að reyna að spila sig úr vandræðum eins og við viljum gera. Það stundum bara kostar sitt. Gott Pepsi deildarlið þarf að geta stjórnað leikjum og við erum að æfa okkur með það. Það er miklu erfiðara að laga það sem er að heldur en að búa til það sem við höfum.“ Andri Rúnar Bjarnason getur jafnað og bætt markamet deildarinar þegar Grindavík mætir Fjölni í síðustu umferðinni. Óli Stefán hefur trú á að hann geti náð því en vill ekki eyða of miklu púðri í að einblína á það. „Andri spilar bara sinn bolta og lagði mikið í sinn hér í dag þó hann hafi ekki skorað. Liðið vinnur mikið fyrir hann og hann fékk sénsa í dag og er hættulegur eins og í dag. Ég efast ekki um að hann eigi eftir að skora áður en sumarið er búið. Ef hann skorar og við vinnum þá verð ég voða glaður, ég nenni ekki að hugsa um markametið því það bara truflar mig,“ sagði Óli Stefán.Tufa: Við viljum vera stabíll klúbbur „Ég held að það gekk upp að við spiluðum vel í fyrri hálfleik og ég held að við hefðum átt að skora fleiri mörk og gera út um leikinn þá. Heilt yfir vildum við þetta kannski aðeins meira en Grindavík og þetta eru góð þrjú stig,“ sagði Tufa, þjálfari KA eftir leikinn. KA hristi af sér langsóttan tölfræðilegan séns á falli og er í stöðu núna fyrir loka leikinn á að geta stökkið upp í fjórða sætið. Tufa segist ánægður með skrefið sem hans lið hefur tekið í sumar. „Við hugsuðum aldrei um fall í sumar og ég er glaður að við séum í fimmta sæti og eigum séns á fjórða, það er bara spurning hvað KR gerir og miðað við að við vorum þrettán ár í 1. deild og miðað við allt sem hefur gengið á í sumar þá er ég mjög stoltur af liðinu,“ sagði Tufa. Tímabil KA hefur gefið Tufa von og trú um að liðið geti tekið margt jákvætt úr reynslunni frá leiktíðinni og notað það til að taka skrefið upp á við. „Þetta var reynsla fyrir okkur á öllum sviðum. Fyrir mig sem þjálfara, leikmenn, stuðningsmenn, stjórn og allan pakkann. Við erum að sjá í nokkrum litlum hlutum að við erum enn á eftir nokkrum stóru liðunum og við viljum vera þar. Við viljum vera stabíll klúbbur sem berst um Evrópusæti og titla og ég held að við séum á góðri leið með það,“ sagði Tufa. Aleksander Trninic, leikmaður KA, hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið vegna grófra tæklinga í sumar og nú nýlega kom í ljós að Andre Bjerregaard, leikmaður KR sem varð fyrir tæklingu Trninic í síðustu umferð, sé fótbrotinn. Tufa styður fast við bakið á sínum manni og telur hann ekki líklegan til að viljandi slasa einhvern og að hann hafi sýnt sínar bestu hliðar í dag. „Ég er þannig gerður að þegar einhver í basli þá er ég fyrsti maður sem þarf að hoppa inn og aldrei snúa baki við þeim og ég er að gera allt fyrir mína leikmenn hvort sem hann heitir Trninic, Hallgrímur eða hvað sem er. Mér fannst hann sýna sínar bestu hliðar í dag. Ég tala alltaf við mína leikmenn, hann fór stundum gróflega í einhverjar tæklingar en að hann hafi vilja til að meiða menn er algjört bull að ræða um. Hann sýndi sínar góðu hliðar í dag og ég hef engar áhyggjur af honum,“ sagði Tufa.Andri Rúnar: Finn ekki fyrir aukinni pressu „Við mættum slakir til leiks. Við vorum alls ekki tilbúnir sem er ekki í boði gegn liði eins og KA sem refsaði okkur fyrir mistökin og við náðum ekkiað vinna okkur út úr því,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi deildarinnar í sumar og leikmaður Grindavíkur. Mikið hefur verið rætt um Andra Rúnar undanfarin misseri enda á hann tækifæri á að jafna og bæta markametið í deildinni en hann þarf eitt mark til að jafna það og tvö til að bæta. Finnur Andri Rúnar fyrir ákveðinni pressu vegna þessa? „Í rauninni ekki. Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar. Grindavík átti heilt yfir góða leiktíð sem nýliði í deildinni og er Andri Rúnar sáttur en það sé þó ákveðin atvik sem hefðu betur mátt fara fyrir Grindvíkinga svo tímabilð hefði orðið enn betra. „Ég er sáttur en það eru leikir sem eru þarna ef maður horfir til baka sem er sárt að hafa ekki náð að fá stig úr. Miðað við það hvernig allir voru að spá okkur fyrir tímabilið þá held ég að við getum heilt yfir verið sáttir,“ sagði Andri Rúnar, sem fær annað tækifæri á að bæta markametið þegar Grindavík fær Fjölni í heimsókn í síðustu umferðinni. Pepsi Max-deild karla
KA lagði Grindavík í næst síðustu umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli með tveimur mörkum gegn einu í annars frekar tíðindalitlum leik. Bæði lið voru í fínni stöðu fyrir leikinn og sigldu frekar lygnan sjó og var að litlu að keppa þó að afar ólíklegur tölfræðilegur séns hafi verið á einhverju fyrir liðin svo það var að mestu keppt upp á heiðurinn í dag. Leikurinn hófst mð látum þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson vann vítaspyrnu strax á 3. mínútu þegar hann vann sig fyrir framan varnarmann Grindavíkur og fékk fótinn á honum aftan í sig. Elfar Árni Aðalsteinsson, markahæsti leikmaður KA í sumar, fór á punktinn en Kristijan Jajalo varði spyrnuna. Afar lítið gerðist í leiknum fram að 39. mínútu þegar Emil Lyng hamraði boltann í netið með skoti fyrir utan teig og kom heimamönnum yfir. Verðskulduð forysta KA sem voru fram að þessu líklegra liðið til að skora. Á 43. mínútu bætti Hallgrímur Mar við öðru marki KA þegar hann slapp í gegn eftir sendingu Emil Lyng og lagði boltann á milli fóta Jajalo í markinu og staðan þægileg fyrir heimamenn þegar haldið var inn í hálfleikinn. Það var svo á 51. mínútu þegar Simon Smidt skoraði mark fyrir Grindavík sem kom þó upp úr nánast engu en frekar slakt skot hans skoppaði yfir Rajkovic í marki KA sem hefði átt að gera mikið betur í þessari stöðu. Með markinu komst Grindavík ögn betur inn í leikinn en fátt var um einhver alvöru færi hjá liðunum út leikinn. Með sigrinum hoppar KA yfir Grindavík á töflunni og situr í 5.sæti með 29 stig en Grindavík í sæti neðar með 28 stig. KA heimsækir ÍBV í loka umferðinni en Grindavík fær Fjölni í heimsókn.Af hverju vann KA? KA stjórnuðu leiknum ögn betur en Grindavík en fyrst og fremst tóku þeir sénsana sem þeir fengu í þessum leik. Þeir nýttu sér beinskeytta sóknarmenn sína vel þegar vandræðagangur ríkti í vörn Grindvíkinga. Þeim tókst sömuleiðis vel að loka á sókn Grindvíkinga með hinn öfluga Andra Rúnar Bjarnason í fararbroddi. Þessir stóðu upp úr: Emil Lyng lét mikið af sér kveða í dag og átti mark og stoðsendingu í dag og Kristijan Jajalo átti heilt yfir ágætan leik í marki Grindavíkur og varði vel vítaspyrnu í upphafi leiksins. Guðmann Þórisson átti fínan leik í vörn KA og Aleksandar Trninic sem hefur fengið mikla gagnrýni síðustu daga fyrir að vera grófur átti afbragðs leik inn á miðjunni hjá KA. Hvað gekk illa? Hvorugt liðið náði einhverju almennilegu flæði á boltann og að stýra leiknum frá A-Ö. Mörg augu voru á Andra Rúnari Bjarnasyni leikmanni Grindavíkur sem er einu marki frá því að jafna markametið í deildinni en hann var ískaldur fyrir framan markið í dag og í raun aldrei líklegur til að skora. Leikmenn Grindavíkur virtust á tíðum full fókuseraðir á að koma boltanum til Andra og sóknaraðgerðir liðsins virkuðu því oft frekar „þvingaðar“. Hvað gerist næst? Grindavík fær Fjölni í heimsókn í síðustu umferðinni og freista þess að skríða aftur fyrir ofan KA í töflunni. Það verður eflaust enn frekar fylgst með Andra Rúnari sem fær annað tækifæri til að reyna við markametið og þá á heimavelli. KA á tækifæri á að hoppa upp í fjórða sætið takist þeim að vinna ÍBV í Eyjum og úrslitin úr leik KR verða þeim hagstæð.Óli Stefán: Förum úr miðsliðingsliði í Inkasso og í miðlingslið í Pepsi „Við gerum okkur seka um alltof stór mistök. Ekki bara í þessu mörkum heldur einnig frammi því við hefðum getað skorað eitt til tvö en gerðum mistök og þegar þú ert að spila á hæsta stigi á Íslandi þá kemstu ekki upp með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. Grindavík hefur átt góða leiktíð í sumar og segist Óli Stefán vera ánægður með lið sitt og telur það vera á góðri leið í langtíma áformum sínum en telur að kaflaskipti hafi orðið á liði sínu í seinni umferðinni í sumar. „Ég er ánægður með það. Ég vitna oft í þetta fimm ára plan okkar og á öðru ári förum við úr því að vera miðlungslið í Inkasso í miðlungslið í Pepsi og við erum á góðri leið. Það er ekkert ofboðslega mikið sem við þurfum að laga til að vera enn betra lið. Í seinni umferðinni spilum við betur en náum ekki í úrslit og fáum á okkur fleiri mörk en í fyrri umferðinni vorum við sterkir varnarlega, náðum í eitt mark og sóttum stigið. Þetta snýst um að finna jafnvægið,“ sagði Óli Stefán. „Kannski ætluðum við að stíga framar á völlinn, kannski les andstæðingurinn okkur betur og við reynum kannski of mikið að reyna að spila sig úr vandræðum eins og við viljum gera. Það stundum bara kostar sitt. Gott Pepsi deildarlið þarf að geta stjórnað leikjum og við erum að æfa okkur með það. Það er miklu erfiðara að laga það sem er að heldur en að búa til það sem við höfum.“ Andri Rúnar Bjarnason getur jafnað og bætt markamet deildarinar þegar Grindavík mætir Fjölni í síðustu umferðinni. Óli Stefán hefur trú á að hann geti náð því en vill ekki eyða of miklu púðri í að einblína á það. „Andri spilar bara sinn bolta og lagði mikið í sinn hér í dag þó hann hafi ekki skorað. Liðið vinnur mikið fyrir hann og hann fékk sénsa í dag og er hættulegur eins og í dag. Ég efast ekki um að hann eigi eftir að skora áður en sumarið er búið. Ef hann skorar og við vinnum þá verð ég voða glaður, ég nenni ekki að hugsa um markametið því það bara truflar mig,“ sagði Óli Stefán.Tufa: Við viljum vera stabíll klúbbur „Ég held að það gekk upp að við spiluðum vel í fyrri hálfleik og ég held að við hefðum átt að skora fleiri mörk og gera út um leikinn þá. Heilt yfir vildum við þetta kannski aðeins meira en Grindavík og þetta eru góð þrjú stig,“ sagði Tufa, þjálfari KA eftir leikinn. KA hristi af sér langsóttan tölfræðilegan séns á falli og er í stöðu núna fyrir loka leikinn á að geta stökkið upp í fjórða sætið. Tufa segist ánægður með skrefið sem hans lið hefur tekið í sumar. „Við hugsuðum aldrei um fall í sumar og ég er glaður að við séum í fimmta sæti og eigum séns á fjórða, það er bara spurning hvað KR gerir og miðað við að við vorum þrettán ár í 1. deild og miðað við allt sem hefur gengið á í sumar þá er ég mjög stoltur af liðinu,“ sagði Tufa. Tímabil KA hefur gefið Tufa von og trú um að liðið geti tekið margt jákvætt úr reynslunni frá leiktíðinni og notað það til að taka skrefið upp á við. „Þetta var reynsla fyrir okkur á öllum sviðum. Fyrir mig sem þjálfara, leikmenn, stuðningsmenn, stjórn og allan pakkann. Við erum að sjá í nokkrum litlum hlutum að við erum enn á eftir nokkrum stóru liðunum og við viljum vera þar. Við viljum vera stabíll klúbbur sem berst um Evrópusæti og titla og ég held að við séum á góðri leið með það,“ sagði Tufa. Aleksander Trninic, leikmaður KA, hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið vegna grófra tæklinga í sumar og nú nýlega kom í ljós að Andre Bjerregaard, leikmaður KR sem varð fyrir tæklingu Trninic í síðustu umferð, sé fótbrotinn. Tufa styður fast við bakið á sínum manni og telur hann ekki líklegan til að viljandi slasa einhvern og að hann hafi sýnt sínar bestu hliðar í dag. „Ég er þannig gerður að þegar einhver í basli þá er ég fyrsti maður sem þarf að hoppa inn og aldrei snúa baki við þeim og ég er að gera allt fyrir mína leikmenn hvort sem hann heitir Trninic, Hallgrímur eða hvað sem er. Mér fannst hann sýna sínar bestu hliðar í dag. Ég tala alltaf við mína leikmenn, hann fór stundum gróflega í einhverjar tæklingar en að hann hafi vilja til að meiða menn er algjört bull að ræða um. Hann sýndi sínar góðu hliðar í dag og ég hef engar áhyggjur af honum,“ sagði Tufa.Andri Rúnar: Finn ekki fyrir aukinni pressu „Við mættum slakir til leiks. Við vorum alls ekki tilbúnir sem er ekki í boði gegn liði eins og KA sem refsaði okkur fyrir mistökin og við náðum ekkiað vinna okkur út úr því,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi deildarinnar í sumar og leikmaður Grindavíkur. Mikið hefur verið rætt um Andra Rúnar undanfarin misseri enda á hann tækifæri á að jafna og bæta markametið í deildinni en hann þarf eitt mark til að jafna það og tvö til að bæta. Finnur Andri Rúnar fyrir ákveðinni pressu vegna þessa? „Í rauninni ekki. Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar. Grindavík átti heilt yfir góða leiktíð sem nýliði í deildinni og er Andri Rúnar sáttur en það sé þó ákveðin atvik sem hefðu betur mátt fara fyrir Grindvíkinga svo tímabilð hefði orðið enn betra. „Ég er sáttur en það eru leikir sem eru þarna ef maður horfir til baka sem er sárt að hafa ekki náð að fá stig úr. Miðað við það hvernig allir voru að spá okkur fyrir tímabilið þá held ég að við getum heilt yfir verið sáttir,“ sagði Andri Rúnar, sem fær annað tækifæri á að bæta markametið þegar Grindavík fær Fjölni í heimsókn í síðustu umferðinni.