Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 07:19 Björt Ólafsdóttir sendir Sjálfstæðisflokknum væna pillu með morgunkaffinu. Vísir/ANton Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag þegar þau leyndu samstarfsmenn sína upplýsingum er vörðuðu uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Þar með var traustið í ríkisstjórnarsamstarfinu farið og grunngildi Bjartrar framtíðar þverbrotin. Því hafi flokkurinn ákveðið að slíta samstarfinu að sögn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra.Í grein sem hún ritar í Fréttablaðið rekur hún hugmyndafræði flokks síns um leið og hún sendir Sjálfstæðisflokknum tóninn. Þar segir hún að eitt af grunngildum Bjartar framtíðar sé traust, enda sé það undirstaða góðs samstarfs og „hluti af því að vera lýðræðisafl að bera traust til annarra.“Sjá einnig: Pólitískur styrkurÞegar upp komst fyrir um sléttri viku að dómsmálaráðherra hafði tjáð forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt meðmæli við veitingu uppreistrar æru hafi steininn tekið úr stjórnarheimilinu.Björt ræddi við Reykjavík síðdegis í gær sem hlusta má á hér að neðan. „Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað,“ segir Björt.Siðferðið sterkara í Bjartri en Sjálfstæðisflokknum„Traust er tilfinning um að allt sé í lagi og óhætt sé að halda áfram. Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram.“ Því hafi Björt framtíð ákveðið að axla ábyrgð og segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þurfi staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem Björt segir að flokkurinn hefði helst af öllu viljað halda áfram með. „Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.“Grein Bjartar má lesa með því að smella hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag þegar þau leyndu samstarfsmenn sína upplýsingum er vörðuðu uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Þar með var traustið í ríkisstjórnarsamstarfinu farið og grunngildi Bjartrar framtíðar þverbrotin. Því hafi flokkurinn ákveðið að slíta samstarfinu að sögn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra.Í grein sem hún ritar í Fréttablaðið rekur hún hugmyndafræði flokks síns um leið og hún sendir Sjálfstæðisflokknum tóninn. Þar segir hún að eitt af grunngildum Bjartar framtíðar sé traust, enda sé það undirstaða góðs samstarfs og „hluti af því að vera lýðræðisafl að bera traust til annarra.“Sjá einnig: Pólitískur styrkurÞegar upp komst fyrir um sléttri viku að dómsmálaráðherra hafði tjáð forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt meðmæli við veitingu uppreistrar æru hafi steininn tekið úr stjórnarheimilinu.Björt ræddi við Reykjavík síðdegis í gær sem hlusta má á hér að neðan. „Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað,“ segir Björt.Siðferðið sterkara í Bjartri en Sjálfstæðisflokknum„Traust er tilfinning um að allt sé í lagi og óhætt sé að halda áfram. Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram.“ Því hafi Björt framtíð ákveðið að axla ábyrgð og segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þurfi staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem Björt segir að flokkurinn hefði helst af öllu viljað halda áfram með. „Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.“Grein Bjartar má lesa með því að smella hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00