Markadrottning glímir við geðklofa: Varð svo veik að hún þurfti að hætta í boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 09:15 Hrefna Huld Jóhannesdóttir fagnar bikarmeistaratitli með KR. vísir/daníel Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, segir frá því í opinskáu viðtali við blaðakonuna Önnu Lilju Þórisdóttur í Morgunblaðinu í dag að hún glímir við geðsjúkdóm og þess vegna hafi hún hætt í boltanum fyrir aldur fram. Hrefna Huld er ein mesta markamaskína efstu deildar en hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðabliki og KR á glæstum ferli og skoraði í heildina 179 mörk í 220 leikjum í öllum keppnum með ÍBV, Breiðabliki, KR, Þrótti og Aftureldingu. Hún var á toppnum frá 2001-2008 þegar hún skoraði 90 mörk í 90 leikjum í efstu deild kvenna en eftir 19 mörk í 18 leikjum með KR sumarið 2008 og níu mörk í ellefu leikjum ári síðar hvarf hún nánast af sjónarsviðinu. Hrefna skoraði grimmt í 1. deildinni með Þrótti árið 2010, þá þrítug, en ferli hennar í efstu deild var lokið.Það kom svolítið á óvart þegar Hrefna fór í Þrótt í B-deildinni 2010.mynd/þrótturDatt út úr félagsskapnum „Sumar halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld í Morgunblaðinu. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað einhverjum með því að tala opinskátt um það og hvaða áhrif það hefur haft á líf mitt.“ Hrefna segir frá því að hún missti starfið sitt í Landsbankanum í hruninu árið 2008 og það einangraði hana. Fjölskyldumeðlimir fóru með hana á geðdeild og þangað leitaði hún nokkrum sinnum áður en hún var greind með geðklofa árið 2009. „Þetta sló mig. Ég vildi ekki viðurkenna þetta til að byrja með. Stundum skammaðist ég mín. Núna er viðhorf mitt allt annað, ég veit að þetta er eins og hver annar sjúkdómur,“ segir Hrefna Huld sem þurfti að hætta í fótboltanum vegna sjúkdómsins. „Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþróttinni sjálfri heldur líka út úr félagsskapnum og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira