Þingstörfin enn í óvissu: „Erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 15:29 Frá upphafi fundarins í dag. vísir/hanna Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Fundi formanna þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, lauk núna á þriðja tímanum. Reynt var að ná niðurstöðu um það hvernig framhald þingstarfa verður og hvenær þingi verður slitið fyrir kosningar en ekki náðist lending í það og eru þingstörfin því enn í óvissu. Ekki hefur verið boðað til þingfundar og ekki liggur fyrir hvenær þingi verður slitið en boðað hefur verið til kosninga þann 28. október næstkomandi. „Þetta var bara ágætur fundur þar sem menn voru að leita leiða til að finna sameiginlega niðurstöðu. Niðurstaðan var svo samt sú að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála.Óvenjuleg staða þar sem engin mál liggja fyrir þinginu „Öll vikan hefur farið í þetta. Það er ljóst að það er erfitt að finna sameiginlega niðurstöðu eftir svona óvænt upprót á stjórnarsamstarfi. Svo liggja engin mál fyrir þinginu og þetta er þar af leiðandi óvenjuleg staða. Það var ekkert byrjað að vinna í neinum málum sem er auðvitað öðruvísi en þegar 20 mál eru komin á endametrana og menn geta sammælst um að klára kannski fimm mál.“ Sigurður segir engin mál hafa verið komin í slíkan farveg en eins og greint hefur verið frá eru nokkur mál sem þingmenn vilja reyna að koma í einhvern öruggan farveg fyrir kosningar. „En ef það gengur ekki á viku hvað ætla menn þá að gera í næstu vikur og svo eru bara fjórar vikur í kosningar.“ Hann segir smátt og smátt styttast í það að það komi í ljós hvort þingmenn ætli sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu eða slíta þinginu. „Það er óheppilegt að öll þessi atburðarás sem hefur orðið frá því að ríkisstjórninni er slitið óvænt á fimmtudagskvöldi, í miðri fjárlagaumræðu, út af allt öðru máli. Síðan er boðað til kosninga með skömmum fyrirvara en það að við erum enn ekki búin að slíta þinginu eða finna einhverja leið til þess er auðvitað ekki gott. Vonandi verða menn tilbúnari eftir næstu kosningar til að axla meiri ábyrgð á því að taka hérn stjórn meira í sínar hendur og bera ábyrgð á henni. Ég held að við séum kosin til þess.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36 Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. 20. september 2017 14:36
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00