Lagerbäck segir engan vera betri en hefur samt aldrei valið hann í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 22:30 Martin Ödegaard hefur bara spilað með 21 árs landsliðinu að undanförnu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hrósað norska undrabarninu Martin Ödegaard sem hefur verið að spila vel með hollenska liðinu Heerenveen í upphafi tímabilsins. Lagerbäck hefur stýrt norska landsliðinu í fimm leikjum en hann hefur þó enn ekki valið Ödegaard í landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard er fæddur í desember 1998 en hann var orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid aðeins sextán ára gamall. Ödegaard tókst hinsvegar að stand undir öllum væntingunum og var lánaður frá Real Madrid til Heerenveen í janúar síðastliðnum. Ödegaard er þegar búinn að spila níu A-landsleiki fyrir Noreg en hann hefur aldrei verið valinn eftir að Lars Lagerbäck tók við. Lagerbäck fylgist samt vel með honum en ætlar að fara farlega með efnilegast knattspyrnumanna Norðmanna. „Þegar kemur að tækninni þá er enginn leikmaður með norskt vegabréf betri en hann í dag. Hann hefur möguleika til að ná mjög langt,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við norska sjónvarpið. Martin Ödegaard hefur spilað fimm leiki með Heerenveen í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og er enn taplaust á leiktíðinni. „Það er sem er best í stöðunni er að hann er að spila alla leiki frá upphafi til enda. Það er það mikilvægasta í dag fyrir svona ungan leikmann,“ sagði Lars Lagerbäck. „Hann er mjög hæfileikaríkur og það er mjög jákvætt að hann sé að spila. Það er síðan bara undir honum sjálfum komið hversu langt hann nær,“ sagði Lagerbäck. Ödegaard var yngsti landsliðsmaður Norðmanna frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 15 ára og 253 daga gamall. Margir eru á því að Norðmenn hafi tekið hann alltof fljótt inn í landsliðið. Framundan eru landsleikir við Aserbaídsjan og Þýskalands sem eru síðustu leikir Norðmanna í undankeppni HM en norska liðið á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðlinum. „Það verða engar stórar breytingar á hópnum en það er alltaf einhver hreyfing á 23 manna hópnum. Hvaða breytingar eða hve margar gef ég ekki upp á þessum tímapunkti,“ sagði Lars Lagerbäck.Lars Lagerbäck þjálfari norska landsliðsins.Vísir/Getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hrósað norska undrabarninu Martin Ödegaard sem hefur verið að spila vel með hollenska liðinu Heerenveen í upphafi tímabilsins. Lagerbäck hefur stýrt norska landsliðinu í fimm leikjum en hann hefur þó enn ekki valið Ödegaard í landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard er fæddur í desember 1998 en hann var orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid aðeins sextán ára gamall. Ödegaard tókst hinsvegar að stand undir öllum væntingunum og var lánaður frá Real Madrid til Heerenveen í janúar síðastliðnum. Ödegaard er þegar búinn að spila níu A-landsleiki fyrir Noreg en hann hefur aldrei verið valinn eftir að Lars Lagerbäck tók við. Lagerbäck fylgist samt vel með honum en ætlar að fara farlega með efnilegast knattspyrnumanna Norðmanna. „Þegar kemur að tækninni þá er enginn leikmaður með norskt vegabréf betri en hann í dag. Hann hefur möguleika til að ná mjög langt,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við norska sjónvarpið. Martin Ödegaard hefur spilað fimm leiki með Heerenveen í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og er enn taplaust á leiktíðinni. „Það er sem er best í stöðunni er að hann er að spila alla leiki frá upphafi til enda. Það er það mikilvægasta í dag fyrir svona ungan leikmann,“ sagði Lars Lagerbäck. „Hann er mjög hæfileikaríkur og það er mjög jákvætt að hann sé að spila. Það er síðan bara undir honum sjálfum komið hversu langt hann nær,“ sagði Lagerbäck. Ödegaard var yngsti landsliðsmaður Norðmanna frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 15 ára og 253 daga gamall. Margir eru á því að Norðmenn hafi tekið hann alltof fljótt inn í landsliðið. Framundan eru landsleikir við Aserbaídsjan og Þýskalands sem eru síðustu leikir Norðmanna í undankeppni HM en norska liðið á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðlinum. „Það verða engar stórar breytingar á hópnum en það er alltaf einhver hreyfing á 23 manna hópnum. Hvaða breytingar eða hve margar gef ég ekki upp á þessum tímapunkti,“ sagði Lars Lagerbäck.Lars Lagerbäck þjálfari norska landsliðsins.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira