„Vitleysa“ að stilla öldruðum og öryrkjum upp á móti innflytjendum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 14:57 „Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira