Gunnar Bragi búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum Framsóknarflokksins Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. september 2017 14:55 Gunnar Bragi hyggst ræða við Sigmund Davíð en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gangi til liðs við Miðflokkinn. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“ Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gunnar Bragi greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann er annar þingmaðurinn sem hefur yfirgefið flokkinn á skömmum tíma en áður hafði Sigmundur Davíð gengið úr flokknum og stofnað Miðflokkinn. Gunnar Bragði hafði sóst eftir oddvitasætinu í Norðvesturkjördæmi en fékk óvænt mótframboð frá Ásmundi Einari Daðasyni, fyrrverandi þingmanni flokksins.Gerir ráð fyrir að hitta Sigmund Davíð og ræða við hannGunnar Bragi segir ákvörðunina um að hætta í flokknum ekki hafa verið auðvelda. „Ég hefði gjarnan viljað komast hjá þessu en ég hugsa að léttirinn komi aðeins seinna. Þetta er ekki auðvelt þegar maður er búinn að starfa gríðarlega mikið og lengi í svona flokki. Þá er þetta erfitt.“ Spurður hvort ákvörðun Sigmundar Davíðs hafi gert útslagið segir Gunnar Bragi svo ekki vera. „Ég var búinn að segja Sigmundi að ég myndi bjóða mig fram fyrir flokkinn alveg sama hvað gerðist. Það skipti engu máli í þessu. Þegar ég fór að ræða við mitt fólk og skoða hlutina þá var það bara þannig að maður var kominn með upp í kok af þeim vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og hafa verið stunduð allt frá síðla sumars 2016.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að kaupfélagsstjórinn á Sauðakróki, Þórólfur Gíslason, og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hafa unnið skipulega gegn Gunnari Braga. „Ég held að þeir sem vilja vita viti það alveg að ég hef ekki verið þóknanlegur öllum þessum aðilum sem eru um og í kringum flokkinn og því miður hafa tekið þátt í þessu fulltrúar sem eru í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Skagafirði.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa hugsað mikið út í það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir því að ég sé velkominn þangað og ég geri ráð fyrir að hitta vin mig Sigmund og ræða málin við hann en það hefur ekkert slíkt átt sér stað og ég ætla að hugsa málin aðeins. Ég er ekkert endilega hættur í pólitiík. Það getur vel verið að maður komi aftur inn í þetta.“
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira