Formenn flokka útiloka samstarf við Sigmund ekki fyrir fram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við undirritun stjórnarsáttmála árið 2013. Vísir/GVA Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira