Vill að ríkið nýti forkaupsrétt að Arion-banka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2017 19:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins boðaði róttækar breytingar á fjármálakerfinu á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Vísir.is/Ernir Eyjólfsson Sigmundur Davíð Guðlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt innblásna ræðu á formlegum stofnfundi Miðflokksins, nýs afls í stjórnmálum þar sem hann boðaði róttækar breytingar á fjármálakerfinu. Sigmundur talaði í því samhengi um „uppstokkun“ og „róttækar umbætur.“ Fundurinn fór fram klukkan fjögur í Rúgbrauðsgerðinni. Sigmundur fór ekki mörgum orðum um útfærslu heildaráætlunar um fjármálakerfið á Íslandi en sagði þó að liður í áætluninni væri að nýta forkaupsrétt að Arion-banka og „stöðva þá vitleysu sem var komin af stað þar sem vogunarsjóðir voru langt komnir með það að selja sjálfum sér bankann á of lágu verði og hvers vegna varðaði það okkur stjórnvöld? Jú, annars vegar vegna þess að bankinn er kerfislega mikilvægur banki á Íslandi og hins vegar vegna þess að megnið af því sem átti að koma fyrir bankann átti að renna til ríkisins, í sameiginlega sjóði, svoleiðis að þar þykir mér blasa við að við munum nýta forkaupsréttinn og vinna úr stöðu þess banka eins og fjármálakerfisins að öðru leyti í framhaldinu,“ segir Sigmundur. Hann segir að í áætluninni felist rekstur bankanna og eignarhald þeirra, vaxtamál, verðtrygging, fjárfesting í atvinnulífinu, lífeyrissjóðir og þjónusta bankanna. Hann segir að tækifærið til þess að gera breytingar á fjármálakerfinu sé núna. Sigmundur gerði stjórnarhætti einnig að umtalsefni í ræðu sinni. Hann sagði að mikilvægt væri að svara kalli tímans og að þess vegna væri mikilvægt að hafa þor og kjark til þess að sigla verkefnum í höfn því þannig væri lýðræðið virkjað. Hann sagði að stjórnmálamenn væru, margir hverjir, hættir að þora að stjórna. „Stjórnmálamenn og flokkar sem eru fulltrúar almennings og eiga að stjórna í nafni almennings voru margir hverjir orðnir allt of tregir við að taka stórar ákvarðanir og smeykir við að vera umdeildir.“ „Það var jú hugmyndin með lýðræðinu að stjórnmálamennirnir framfylgdu því sem kjósendurnir vildu, biðu upp á val og þegar kjósendur höfðu valið þá væri því fylgt eftir sem þeim var lofað. Það var ekki hugmyndin með lýðræðinu að kosnir yrðu 63 fulltrúar almennings sem að svo lokuðu sig af og reyndu að sameinast um lægsta samnefnarann, einhvers konar samræðustjórnmál eins og er stundum kallað. Menn verða sem stjórnmálamenn að hafa skýra stefnu og vera tilbúnir að fylgja henni eftir. Að sjálfsögðu mun alltaf þurfa málamiðlanir til þess að ná meirihluta en þeim mun sterkara sem umboðið er, þeim mun sterkari stöðu hefur maður til þess að ná fram því sem barist er fyrir.“Gunnar Bragi Sveinsson var fundarstjóri stofnfundar um Miðflokkinn síðdegis í dag.Vísir/Stöð 2Pólitísk sérsveit Miðflokkurinn er í óða önn að raða á lista. Sigmundur sagðist vera að leita að fólki til þess að „klára verkefnin“ með sér og þess vegna væri þörf á skynsömu fólki sem þyldi pólitíska ágjöf og þyrði að fylgja eftir kosningaloforðum. „Þetta er þess vegna ekki endilega hópur af frægum andlitum en þetta er nokkurs konar pólitísk sérsveit sem við ætlum að senda inn á þingið og vonandi í ríkisstjórn til þess að ryðjast í gegnum allar hindranirnar sem á vegi okkar kunna að verða.Miðflokkurinn fyrst og fremst skynsemishyggjuflokkur Sigmundur segir að því fari fjarri að Miðflokkurinn ætli sér að fara milliveginn í öllum málum. Hann segist koma til með að nýta sér það sem væri gott í hugmyndafræði bæði vinstri og hægri manna. „Hægri menn, til dæmis, hafa mikið til síns máls þegar þeir tala um mikilvægi frelsis, þegar þeir tala um réttindi einstaklinga, þegar þeir tala um góð gildi og mikilvægi þess að standa vörð um þau og eins hafa vinstri menn mjög mikil til síns máls þegar þeir ræða um mikilvægi samtryggingar, jöfnuðar og samtakamáttar. Allt þetta, hvort sem að menn telji það til hægri eða vinstri, allt þetta fellur undir það sem kalla má skynsemishyggju svoleiðis að Miðflokkurinn verður fyrst og fremst flokkur skynsemishyggju.“ Í ræðunni sagðist Sigmundur setja á oddinn málefni aldraðra sem væru honum mjög hugleikin. „Að standa við fyrirheit sem reyndar miklu fleiri en ég gáfu um að þeir verði færðir upp í kjörum til samræmis við þá hópa sem þeir hafa getað borið sig saman við fram að þessu.“ Hann sagði auk þess að stjórnvöld hefðu ekki reiknað jöfnuna „rétt“ því ekki værið reiknað hversu mikið tjón hlytist af neikvæðum hvötum: „að fólk sem er búið að byggja upp þekkingu og reynslu árum og áratugum saman að það skuli ekki í rauninni geta unnið, geta haft tekjur nema beinlínis og nánast að greiða með sér. Þetta er mjög skaðlegur hvati og eitt af skýrari dæmunum um það hvernig menn reikna hlutina oft rangt annars vegar líta framhjá heildarmyndinni, taka bara aðra hlið jöfnunnar og líta líka framhjá langtímaáhrifunum,“ segir Sigmundur.Ísland allt Sigmundur boðar auk þess stórsókn í byggðamálum. „Í þessari vinnu höfum við leitað fyrirmynda víða meðal annars Bretlandi þar sem stjórnvöld hafa staðið að verkefni sem nefnist Northen Power House og snýst um það að skapa mótvægi við London, sem að rétt eins og Reykjavík hér á Íslandi er komin með mjög sterka stöðu gagnvart landinu í heild og farin að soga til sín óeðlilega mikið af fjárfestingu, fólki, atvinnusköpun og svo framvegis. Þess vegna réðust stjórnvöld, þar í landi, reyndar eins og mörgum öðrum löndum í sérstaka áætlun til þess að rétta hlut annarra landsvæða því að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hagur landsins alls, Reykvíkinga ekki síður en hinna, að landið allt og byggðin sem það byggir, geti nýtt tækifærin og auðlindirnar sem í landinu og byggðunum felast og þessa áætlun köllum við „Ísland allt“ því þetta snýst um að Ísland allt virki sem ein heild,“ segir Sigmundur og bætir auk þess við að líta þurfi til þátta eins og samgangna, fjarskipta, fjárfestinga, menningarmála, heilbrigðismála og opinbera þjónustu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Blæs til stofnfundar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur ræðu á stofnfundi Miðflokksins á morgun. 7. október 2017 18:25 Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Sigmundur Davíð Guðlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt innblásna ræðu á formlegum stofnfundi Miðflokksins, nýs afls í stjórnmálum þar sem hann boðaði róttækar breytingar á fjármálakerfinu. Sigmundur talaði í því samhengi um „uppstokkun“ og „róttækar umbætur.“ Fundurinn fór fram klukkan fjögur í Rúgbrauðsgerðinni. Sigmundur fór ekki mörgum orðum um útfærslu heildaráætlunar um fjármálakerfið á Íslandi en sagði þó að liður í áætluninni væri að nýta forkaupsrétt að Arion-banka og „stöðva þá vitleysu sem var komin af stað þar sem vogunarsjóðir voru langt komnir með það að selja sjálfum sér bankann á of lágu verði og hvers vegna varðaði það okkur stjórnvöld? Jú, annars vegar vegna þess að bankinn er kerfislega mikilvægur banki á Íslandi og hins vegar vegna þess að megnið af því sem átti að koma fyrir bankann átti að renna til ríkisins, í sameiginlega sjóði, svoleiðis að þar þykir mér blasa við að við munum nýta forkaupsréttinn og vinna úr stöðu þess banka eins og fjármálakerfisins að öðru leyti í framhaldinu,“ segir Sigmundur. Hann segir að í áætluninni felist rekstur bankanna og eignarhald þeirra, vaxtamál, verðtrygging, fjárfesting í atvinnulífinu, lífeyrissjóðir og þjónusta bankanna. Hann segir að tækifærið til þess að gera breytingar á fjármálakerfinu sé núna. Sigmundur gerði stjórnarhætti einnig að umtalsefni í ræðu sinni. Hann sagði að mikilvægt væri að svara kalli tímans og að þess vegna væri mikilvægt að hafa þor og kjark til þess að sigla verkefnum í höfn því þannig væri lýðræðið virkjað. Hann sagði að stjórnmálamenn væru, margir hverjir, hættir að þora að stjórna. „Stjórnmálamenn og flokkar sem eru fulltrúar almennings og eiga að stjórna í nafni almennings voru margir hverjir orðnir allt of tregir við að taka stórar ákvarðanir og smeykir við að vera umdeildir.“ „Það var jú hugmyndin með lýðræðinu að stjórnmálamennirnir framfylgdu því sem kjósendurnir vildu, biðu upp á val og þegar kjósendur höfðu valið þá væri því fylgt eftir sem þeim var lofað. Það var ekki hugmyndin með lýðræðinu að kosnir yrðu 63 fulltrúar almennings sem að svo lokuðu sig af og reyndu að sameinast um lægsta samnefnarann, einhvers konar samræðustjórnmál eins og er stundum kallað. Menn verða sem stjórnmálamenn að hafa skýra stefnu og vera tilbúnir að fylgja henni eftir. Að sjálfsögðu mun alltaf þurfa málamiðlanir til þess að ná meirihluta en þeim mun sterkara sem umboðið er, þeim mun sterkari stöðu hefur maður til þess að ná fram því sem barist er fyrir.“Gunnar Bragi Sveinsson var fundarstjóri stofnfundar um Miðflokkinn síðdegis í dag.Vísir/Stöð 2Pólitísk sérsveit Miðflokkurinn er í óða önn að raða á lista. Sigmundur sagðist vera að leita að fólki til þess að „klára verkefnin“ með sér og þess vegna væri þörf á skynsömu fólki sem þyldi pólitíska ágjöf og þyrði að fylgja eftir kosningaloforðum. „Þetta er þess vegna ekki endilega hópur af frægum andlitum en þetta er nokkurs konar pólitísk sérsveit sem við ætlum að senda inn á þingið og vonandi í ríkisstjórn til þess að ryðjast í gegnum allar hindranirnar sem á vegi okkar kunna að verða.Miðflokkurinn fyrst og fremst skynsemishyggjuflokkur Sigmundur segir að því fari fjarri að Miðflokkurinn ætli sér að fara milliveginn í öllum málum. Hann segist koma til með að nýta sér það sem væri gott í hugmyndafræði bæði vinstri og hægri manna. „Hægri menn, til dæmis, hafa mikið til síns máls þegar þeir tala um mikilvægi frelsis, þegar þeir tala um réttindi einstaklinga, þegar þeir tala um góð gildi og mikilvægi þess að standa vörð um þau og eins hafa vinstri menn mjög mikil til síns máls þegar þeir ræða um mikilvægi samtryggingar, jöfnuðar og samtakamáttar. Allt þetta, hvort sem að menn telji það til hægri eða vinstri, allt þetta fellur undir það sem kalla má skynsemishyggju svoleiðis að Miðflokkurinn verður fyrst og fremst flokkur skynsemishyggju.“ Í ræðunni sagðist Sigmundur setja á oddinn málefni aldraðra sem væru honum mjög hugleikin. „Að standa við fyrirheit sem reyndar miklu fleiri en ég gáfu um að þeir verði færðir upp í kjörum til samræmis við þá hópa sem þeir hafa getað borið sig saman við fram að þessu.“ Hann sagði auk þess að stjórnvöld hefðu ekki reiknað jöfnuna „rétt“ því ekki værið reiknað hversu mikið tjón hlytist af neikvæðum hvötum: „að fólk sem er búið að byggja upp þekkingu og reynslu árum og áratugum saman að það skuli ekki í rauninni geta unnið, geta haft tekjur nema beinlínis og nánast að greiða með sér. Þetta er mjög skaðlegur hvati og eitt af skýrari dæmunum um það hvernig menn reikna hlutina oft rangt annars vegar líta framhjá heildarmyndinni, taka bara aðra hlið jöfnunnar og líta líka framhjá langtímaáhrifunum,“ segir Sigmundur.Ísland allt Sigmundur boðar auk þess stórsókn í byggðamálum. „Í þessari vinnu höfum við leitað fyrirmynda víða meðal annars Bretlandi þar sem stjórnvöld hafa staðið að verkefni sem nefnist Northen Power House og snýst um það að skapa mótvægi við London, sem að rétt eins og Reykjavík hér á Íslandi er komin með mjög sterka stöðu gagnvart landinu í heild og farin að soga til sín óeðlilega mikið af fjárfestingu, fólki, atvinnusköpun og svo framvegis. Þess vegna réðust stjórnvöld, þar í landi, reyndar eins og mörgum öðrum löndum í sérstaka áætlun til þess að rétta hlut annarra landsvæða því að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hagur landsins alls, Reykvíkinga ekki síður en hinna, að landið allt og byggðin sem það byggir, geti nýtt tækifærin og auðlindirnar sem í landinu og byggðunum felast og þessa áætlun köllum við „Ísland allt“ því þetta snýst um að Ísland allt virki sem ein heild,“ segir Sigmundur og bætir auk þess við að líta þurfi til þátta eins og samgangna, fjarskipta, fjárfestinga, menningarmála, heilbrigðismála og opinbera þjónustu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Blæs til stofnfundar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur ræðu á stofnfundi Miðflokksins á morgun. 7. október 2017 18:25 Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Blæs til stofnfundar Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur ræðu á stofnfundi Miðflokksins á morgun. 7. október 2017 18:25
Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15