Hamilton: Hver einasti hringur var góður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2017 23:00 Valtteri Bottas, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel voru þrír fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var góður dagur, hver einasti hringur var góður. Ég hef aldrei náð ráspól hérna en það kom loksins. Hraðinn er svakalegur í gegnum beygjurnar hér. Valtteri [Bottas] var góður og mun hafa möguleika á að keppa við okkur þegar líður á,“ sagði Hamilton sem mun ræsa fremstur á morgun. „Ég var að bæta mig í gegnum alla tímatökuna. Ég vildi að fólkið heima gæti fundið kraftana í gegnum beygjurnar,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar í dag en mun ræsa sjöundi á morgun. Það þurfti að skipta um gírkassa í bíl hans. „Tímatakan var nokkuð góð. Ég reyndi í þriðju lotu að taka meiri áhættu en það var til einskis. Ég vissi að þótt ég yrði þriðji þá myndi Valtteri fá refsingu og ég færast upp á fremstu rásröð,“ sagði Sebastian Vettel á Ferrari sem varð þriðji en mun ræsa annar því Bottas fær refsingu. „Ég er nokkuð sáttur, ég átti betri seinni tilraun í þriðju lotunni. Það er meira af beygjum sem eru teknar á fullri inngjöf hérna sem er ekki okkar sterkasta hlið. Það er líka kaldara hér en í Malasíu sem mun útskýra að mestu leyti muninn á frammistöðu okkar hér og þar,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag.Daniel Ricciardo á Red Bull bílnum á fleygiferð á Suzuka.Vísir/Getty„Vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt á morgun, það er gott að fá þriðja sætið, sem ég erfi vegna refsingar Bottas. Vonandi getur hreina hliðin á ráskaflanum gefið mér eitthvað til að vinna með í upphafi,“ sagði Daniel Ricciardo sem endaði fjórði í tímatökunni en ræsir þriðji. „Liðið stóð sig vel í að endurbyggja bílinn sem ég klessti í morgun. Við borgum fyrir það og því þarf ég að taka refsingu á morgun og fá nýjan gírkassa. Ég veit ekki hvað við getum gert á morgun,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð sjötti en mun ræsa 11. „Það er ekki auðvelt að taka fram úr hérna. Ég veit ekki alveg hvort eitt eða tvö stopp er rétta leiðin,“ sagði Esteban Ocon, sem ræsir fimmti á morgun eftir að hafa verið sjöundi í tímatökunni. „Ég held að það hafi verið aðeins meira í bílnum. Tímatakan skipti engu máli og því held ég að það hafi ekki verið nein ástæða til að taka áhættur. Við höfum mikið að gera á morgun, við munum ræsa aftast og það er erfitt að taka fram úr hér.,“ sagði Fernando Alonso sem varð 10. en þurfti nýja vél fyrir keppnina og þarf að ræsa aftastur. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Lewis Hamilton á ráspól í Japan Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 7. október 2017 07:10 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 6. október 2017 23:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var góður dagur, hver einasti hringur var góður. Ég hef aldrei náð ráspól hérna en það kom loksins. Hraðinn er svakalegur í gegnum beygjurnar hér. Valtteri [Bottas] var góður og mun hafa möguleika á að keppa við okkur þegar líður á,“ sagði Hamilton sem mun ræsa fremstur á morgun. „Ég var að bæta mig í gegnum alla tímatökuna. Ég vildi að fólkið heima gæti fundið kraftana í gegnum beygjurnar,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar í dag en mun ræsa sjöundi á morgun. Það þurfti að skipta um gírkassa í bíl hans. „Tímatakan var nokkuð góð. Ég reyndi í þriðju lotu að taka meiri áhættu en það var til einskis. Ég vissi að þótt ég yrði þriðji þá myndi Valtteri fá refsingu og ég færast upp á fremstu rásröð,“ sagði Sebastian Vettel á Ferrari sem varð þriðji en mun ræsa annar því Bottas fær refsingu. „Ég er nokkuð sáttur, ég átti betri seinni tilraun í þriðju lotunni. Það er meira af beygjum sem eru teknar á fullri inngjöf hérna sem er ekki okkar sterkasta hlið. Það er líka kaldara hér en í Malasíu sem mun útskýra að mestu leyti muninn á frammistöðu okkar hér og þar,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag.Daniel Ricciardo á Red Bull bílnum á fleygiferð á Suzuka.Vísir/Getty„Vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt á morgun, það er gott að fá þriðja sætið, sem ég erfi vegna refsingar Bottas. Vonandi getur hreina hliðin á ráskaflanum gefið mér eitthvað til að vinna með í upphafi,“ sagði Daniel Ricciardo sem endaði fjórði í tímatökunni en ræsir þriðji. „Liðið stóð sig vel í að endurbyggja bílinn sem ég klessti í morgun. Við borgum fyrir það og því þarf ég að taka refsingu á morgun og fá nýjan gírkassa. Ég veit ekki hvað við getum gert á morgun,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð sjötti en mun ræsa 11. „Það er ekki auðvelt að taka fram úr hérna. Ég veit ekki alveg hvort eitt eða tvö stopp er rétta leiðin,“ sagði Esteban Ocon, sem ræsir fimmti á morgun eftir að hafa verið sjöundi í tímatökunni. „Ég held að það hafi verið aðeins meira í bílnum. Tímatakan skipti engu máli og því held ég að það hafi ekki verið nein ástæða til að taka áhættur. Við höfum mikið að gera á morgun, við munum ræsa aftast og það er erfitt að taka fram úr hér.,“ sagði Fernando Alonso sem varð 10. en þurfti nýja vél fyrir keppnina og þarf að ræsa aftastur.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Lewis Hamilton á ráspól í Japan Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 7. október 2017 07:10 Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 6. október 2017 23:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30
Lewis Hamilton á ráspól í Japan Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 7. október 2017 07:10
Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 6. október 2017 23:30