Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 21:22 Íslensku leikmennirnir fagna einu af mörkunum þremur gegn Tyrklandi í kvöld. Vísir/EPA „Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
„Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent