Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2017 20:30 Jóhann Berg kemur Íslandi yfir. vísir/eyþór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann einn sinn fræknasta útisigur þegar það lagði það tyrkneska að velli, 0-3, í Eskisehir í undankeppni HM í kvöld. Á sama tíma gerðu Króatía og Finnland 1-1 jafntefli. Ísland skaust því á topp I-riðils og dugir að vinna Kósovóa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast á HM í Rússlandi. Íslenska liðið spilaði frábærlega í leiknum í Eskisehir í kvöld og átti sigurinn skilið. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands sem hafði tögl og hagldir í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var draumi líkastur. Tyrkir voru meira með boltann en Íslendingar vörðust vel og öll hættulegustu færin voru þeirra. Gylfi Þór Sigurðsson gaf tóninn strax á 5. mínútu þegar hann átti gott skot sem Volkan Babacan varði í horn. Gylfi tók spyrnuna og sendi á Hörð Björgvin Magnússon sem skallaði yfir. Það var leiðandi stef í leiknum; Íslendingar voru miklu sterkari í loftinu og gerðu Tyrkjum lífið leitt í föstum leikatriðum. Heimamenn voru sem áður sagði meira með boltann og áttu nokkrar álitlegar sóknir sem þeir hefðu getað nýtt betur. En íslenska vörnin hélt vel og Hannes Þór Halldórsson hafði lítið að gera í markinu. Á 14. mínútu átti Ragnar Sigurðsson skalla eftir hornspyrnu sem Oguzhan Özyakup bjargaði á línu. Skömmu síðar átti sá síðarnefndi ágætis skot framhjá íslenska markinu. Ísland komst yfir á 32. mínútu. Hannes átti þá langa sendingu fram á Hörð Björgvin sem skallaði boltann fyrir Jón Daða sem keyrði inn á teiginn og renndi boltanum þvert fyrir markið á Jóhann Berg sem skoraði af stuttu færi. Þetta var hans sjötta mark fyrir íslenska landsliðið. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 0-2, Íslandi í vil. Jón Daði laumaði þá boltanum inn á Birki sem skoraði með frábæru skoti upp í þaknetið. Hans níunda landsliðsmark. Ef Tyrkir voru vankaðir eftir fyrsta markið sló annað markið þá í rot. Áhorfendur þögnuðu og sjálfstraust tyrknesku leikmannanna gufaði upp og kom ekkert aftur. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik. Alfreð Finnbogason var skeinuhættur og átti tvö góð skot sem Volkan Babacan varði frábærlega. Hann varði seinna skotið í horn. Jóhann Berg tók það og setti boltann á fjærstöng á Aron Einar Gunnarsson sem skallaði hann fyrir á Kára Árnason sem skoraði af stuttu færi. Staðan 0-3 og leik í raun lokið. Eftir þetta lagðist íslenska aftar á völlinn og einbeitti sér að því að halda fengnum hlut. Ungstirnið Emre Mor kom inn á þegar hálftími var eftir og hleypti miklu lífi í leik Tyrkja. Á 71. mínútu átti Mor hornspyrnu á kollinn á Mehmet Topal sem skallaði yfir úr besta færi Tyrklands. Annars varðist Ísland hornspyrnu heimamanna mjög vel. Sex mínútum síðar átti Özyakup svo skot sem Hannes varði meistaralega. Eftir þennan góða kafla Tyrkja náðu Íslendingar áttum á nýjan leik og sigldu sigrinum örugglega heim. Lokatölur 0-3, Íslandi í vil. HM 2018 í Rússlandi
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann einn sinn fræknasta útisigur þegar það lagði það tyrkneska að velli, 0-3, í Eskisehir í undankeppni HM í kvöld. Á sama tíma gerðu Króatía og Finnland 1-1 jafntefli. Ísland skaust því á topp I-riðils og dugir að vinna Kósovóa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast á HM í Rússlandi. Íslenska liðið spilaði frábærlega í leiknum í Eskisehir í kvöld og átti sigurinn skilið. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands sem hafði tögl og hagldir í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var draumi líkastur. Tyrkir voru meira með boltann en Íslendingar vörðust vel og öll hættulegustu færin voru þeirra. Gylfi Þór Sigurðsson gaf tóninn strax á 5. mínútu þegar hann átti gott skot sem Volkan Babacan varði í horn. Gylfi tók spyrnuna og sendi á Hörð Björgvin Magnússon sem skallaði yfir. Það var leiðandi stef í leiknum; Íslendingar voru miklu sterkari í loftinu og gerðu Tyrkjum lífið leitt í föstum leikatriðum. Heimamenn voru sem áður sagði meira með boltann og áttu nokkrar álitlegar sóknir sem þeir hefðu getað nýtt betur. En íslenska vörnin hélt vel og Hannes Þór Halldórsson hafði lítið að gera í markinu. Á 14. mínútu átti Ragnar Sigurðsson skalla eftir hornspyrnu sem Oguzhan Özyakup bjargaði á línu. Skömmu síðar átti sá síðarnefndi ágætis skot framhjá íslenska markinu. Ísland komst yfir á 32. mínútu. Hannes átti þá langa sendingu fram á Hörð Björgvin sem skallaði boltann fyrir Jón Daða sem keyrði inn á teiginn og renndi boltanum þvert fyrir markið á Jóhann Berg sem skoraði af stuttu færi. Þetta var hans sjötta mark fyrir íslenska landsliðið. Sjö mínútum síðar var staðan orðin 0-2, Íslandi í vil. Jón Daði laumaði þá boltanum inn á Birki sem skoraði með frábæru skoti upp í þaknetið. Hans níunda landsliðsmark. Ef Tyrkir voru vankaðir eftir fyrsta markið sló annað markið þá í rot. Áhorfendur þögnuðu og sjálfstraust tyrknesku leikmannanna gufaði upp og kom ekkert aftur. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik. Alfreð Finnbogason var skeinuhættur og átti tvö góð skot sem Volkan Babacan varði frábærlega. Hann varði seinna skotið í horn. Jóhann Berg tók það og setti boltann á fjærstöng á Aron Einar Gunnarsson sem skallaði hann fyrir á Kára Árnason sem skoraði af stuttu færi. Staðan 0-3 og leik í raun lokið. Eftir þetta lagðist íslenska aftar á völlinn og einbeitti sér að því að halda fengnum hlut. Ungstirnið Emre Mor kom inn á þegar hálftími var eftir og hleypti miklu lífi í leik Tyrkja. Á 71. mínútu átti Mor hornspyrnu á kollinn á Mehmet Topal sem skallaði yfir úr besta færi Tyrklands. Annars varðist Ísland hornspyrnu heimamanna mjög vel. Sex mínútum síðar átti Özyakup svo skot sem Hannes varði meistaralega. Eftir þennan góða kafla Tyrkja náðu Íslendingar áttum á nýjan leik og sigldu sigrinum örugglega heim. Lokatölur 0-3, Íslandi í vil.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti