KKÍ hefur neyðst til þess að fresta leik Grindavík og Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld þar sem meirihluti liðs Þórs er veikur.
Leikmenn nældu sér í matareitrun á dögunum og liggur meirihluti liðsins í veikindum. Samkvæmt heimildum Vísis eru alls ellefu leikmenn liðsins að glíma við veikindi.
Ekki er búið að ákveða hvenær leikur liðsins verður leikinn.
Leikurinn átti að vera í beinni á Stöð 2 Sport en þar sem hann fer ekki fram verður leikur Hauka og Þórs frá Akureyri sýndur í staðinn. Hann hefst klukkan 19.15.
Dominos körfuboltakvöld er síðan á dagskránni klukkan 22.00.
