Eins og greint var frá á Vísi í gær verður Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar sem er tekinn við KR á nýjan leik. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR á þriðjudaginn.
Nú hefur þriðja KR-goðsögnin bæst í þjálfarateymið; Kristján Finnbogason sem verður markmannsþjálfari.
Kristján lék lengst af á ferlinum með KR og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu.
KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og náði ekki Evrópusæti í fyrsta sinn í áratug.
Þjálfarateymi KR er klárt!
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 5, 2017
Ásamt Rúnari verður Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari og Stjáni Finnboga Markmannsþjálfaripic.twitter.com/qZoYFDVmsQ