Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Rossiyanka 1-1 | Svekkjandi jafntefli Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2017 22:15 Katrín Ásbjörnsdóttir kemur Stjörnunni yfir af vítapunktinum. vísir/laufey Stjarnan og Rossiyanka frá Rússlandi skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í 32 – liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í Garðabænum í kvöld. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni yfir úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir Rússana á þeirri 47. Stjarnan var sterkari aðilinn meiri part leiksins og máttu gestirnir telja sig heppna að vera ekki fleiri mörkum undir í hálfleik. Þær rússnesku komu hins vegar sterkar út úr búningsherbergjum eftir leikhlé og kom mark þeirra upp úr einbeitingarleysi í vörn Stjörnunnar. Eftir markið tóku Garðbæingar völdin aftur, en allt kom fyrir ekki, 1-1 jafntefli niðurstaðan og Stjörnunnar bíður erfitt, en vinnanlegt, verkefni úti í Rússlandi næsta miðvikudag. Það kom á óvart hversu miklir yfirburðir Stjörnunnar voru í fyrri hálfleik, en gestirnir frá Rússlandi áttu ekki eitt skot á markið fyrstu 45 mínúturnar. Ef frá er talinn um tíu mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks voru heimastúlkur með boltann nærri allan tímann. Til marks um það var ekki eitt gult spjald dæmt á Stjörnustúlkur, og fáar aukaspyrnur dæmdar á þær nema þegar þær rússnesku hentu sér í jörðina og reyndu að telja niður sekúndurnar. Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði, stóð sig virkilega vel í dag. Hún meiddist undir lok fyrri hálfleiks, en harkaði það af sér og spilaði allan leikinn. Einnig var Ana Victoria Cate mjög dugleg og Lorina White átti marga góða spretti. Lára Kristín Pedersen og Kristrún Kristjánsdóttir stóðu sig einnig mjög vel í kvöld. Harpa Þorsteinsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir hafa átt betri daga í bláu treyjunni, en þær náðu ekki að koma skotum sínum nógu vel frá sér, þrátt fyrir að vera duglegar fram á við. Stjörnukonur voru mikið í því að skjóta úr föstum leikatriðum með lágum skotum niður með jörðu. Væntanlega eitthvað sem þjálfari þeirra setti upp á æfingasvæðinu, en það gekk ekki upp í dag og kom einkar lítið úr þeim æfingum Garðbæinga. Miðað við frammistöðu Stjörnunnar í dag á liðið góða möguleika á sigri úti í Rússlandi, en verða að nýta færi sín betur heldur en í dag, því mark þurfa þær að skora.Harpa í leik með Stjörnunni.vísir/ernirHarpa: Getur verið með boltann í 200 mínútur en það skilar ekki þremur stigum „Við vorum klárlega betri aðilinn í dag, ég veit ekki hvað við vorum með í possession í þessum leik. Mér finnst við hafa mátt fara betur með tækifærið sem við fáum hérna í 32 – liða úrslitum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. Stjörnukonur áttu leikinn í fyrri hálfleik og því var það eins og blaut tuska í andlitið að fá mark á sig í byrjun fyrri hálfleiks. „Gríðarlega svekkjandi og mikið einbeitingarleysi. Eitthvað sem við megum ekki láta sjást, sérstaklega ekki hérna á okkar heimavelli þar sem við þurfum að vera með 100 prósent fókus allan tímann.“ „Við verðum bara að fara út og klárlega gera betur í að klára þann leik.“ En hverjir eru möguleikar Stjörnunnar úti? „Miðað við þennan leik tel ég okkur eiga mjög góða möguleika. En á móti kemur að þá verðum við að klára færin okkar og við verðum að komast hraðar upp á síðasta þriðjung og megum ekki fá á okkur svona mörk.“ „Við getum verið með possession og getum verið betra liðið í tvö hundruð og eitthvað mínútur en það skilar okkur ekki þremur stigum nema við komum þessu netið,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir.Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar.vísirÓlafur Þór: Höfðum mikla yfirburði Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín: Einu færi þeirra þegar við gáfum þeim boltann „Smá svekkelsi. Við vitum það eftir þennan leik í dag að við eigum að vinna þær í næsta leik og það er bara hellingur af jákvæðum hlutum sem við gerðum í dag og við ætlum að byggja ofan á það,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliðans, Katrínar Ásbjörnsdóttur. „Við fengum fullt af færum í dag og héldum boltanum ágætlega. Einu færin sem þær fá eru þegar við gefum þeim boltann og það var einbeitingarleysi hjá okkur í markinu þeirra, þannig að ég get ekki séð að við eigum ekki að geta tekið þær í næstu viku.“ Kom spilamennska gestanna þeim eitthvað á óvart? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við vissum hvernig þær voru til baka allavega, þær eru þéttur og spila með fimm manna varnarlínu. Við vorum búnar að æfa í vikunni hvernig við ættum að opna þær og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins í seinni og við þurfum bara að halda því jafnvægi áfram.“ Það leit ekki vel út undir lok fyrri hálfleiks þegar Katrín féll niður eftir viðskipti við einn Rússann og sjúkraþjálfarinn var kallaður strax inn á völlinn, og Katrín fór hoppandi út af. Hún var hins vegar komin aftur inn á í seinni hálfleik og kláraði leikinn með sóma. Sem betur fer segir Katrín meiðsli hennar ekki vera alvarleg. „Þetta er bara högg sem ég fæ á hnéð. Vont til að byrja með, en ég bara tek vikuna og verð klár í næsta leik,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski boltinn
Stjarnan og Rossiyanka frá Rússlandi skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í 32 – liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í Garðabænum í kvöld. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni yfir úr vítaspyrnu á 22. mínútu en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir Rússana á þeirri 47. Stjarnan var sterkari aðilinn meiri part leiksins og máttu gestirnir telja sig heppna að vera ekki fleiri mörkum undir í hálfleik. Þær rússnesku komu hins vegar sterkar út úr búningsherbergjum eftir leikhlé og kom mark þeirra upp úr einbeitingarleysi í vörn Stjörnunnar. Eftir markið tóku Garðbæingar völdin aftur, en allt kom fyrir ekki, 1-1 jafntefli niðurstaðan og Stjörnunnar bíður erfitt, en vinnanlegt, verkefni úti í Rússlandi næsta miðvikudag. Það kom á óvart hversu miklir yfirburðir Stjörnunnar voru í fyrri hálfleik, en gestirnir frá Rússlandi áttu ekki eitt skot á markið fyrstu 45 mínúturnar. Ef frá er talinn um tíu mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks voru heimastúlkur með boltann nærri allan tímann. Til marks um það var ekki eitt gult spjald dæmt á Stjörnustúlkur, og fáar aukaspyrnur dæmdar á þær nema þegar þær rússnesku hentu sér í jörðina og reyndu að telja niður sekúndurnar. Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði, stóð sig virkilega vel í dag. Hún meiddist undir lok fyrri hálfleiks, en harkaði það af sér og spilaði allan leikinn. Einnig var Ana Victoria Cate mjög dugleg og Lorina White átti marga góða spretti. Lára Kristín Pedersen og Kristrún Kristjánsdóttir stóðu sig einnig mjög vel í kvöld. Harpa Þorsteinsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir hafa átt betri daga í bláu treyjunni, en þær náðu ekki að koma skotum sínum nógu vel frá sér, þrátt fyrir að vera duglegar fram á við. Stjörnukonur voru mikið í því að skjóta úr föstum leikatriðum með lágum skotum niður með jörðu. Væntanlega eitthvað sem þjálfari þeirra setti upp á æfingasvæðinu, en það gekk ekki upp í dag og kom einkar lítið úr þeim æfingum Garðbæinga. Miðað við frammistöðu Stjörnunnar í dag á liðið góða möguleika á sigri úti í Rússlandi, en verða að nýta færi sín betur heldur en í dag, því mark þurfa þær að skora.Harpa í leik með Stjörnunni.vísir/ernirHarpa: Getur verið með boltann í 200 mínútur en það skilar ekki þremur stigum „Við vorum klárlega betri aðilinn í dag, ég veit ekki hvað við vorum með í possession í þessum leik. Mér finnst við hafa mátt fara betur með tækifærið sem við fáum hérna í 32 – liða úrslitum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. Stjörnukonur áttu leikinn í fyrri hálfleik og því var það eins og blaut tuska í andlitið að fá mark á sig í byrjun fyrri hálfleiks. „Gríðarlega svekkjandi og mikið einbeitingarleysi. Eitthvað sem við megum ekki láta sjást, sérstaklega ekki hérna á okkar heimavelli þar sem við þurfum að vera með 100 prósent fókus allan tímann.“ „Við verðum bara að fara út og klárlega gera betur í að klára þann leik.“ En hverjir eru möguleikar Stjörnunnar úti? „Miðað við þennan leik tel ég okkur eiga mjög góða möguleika. En á móti kemur að þá verðum við að klára færin okkar og við verðum að komast hraðar upp á síðasta þriðjung og megum ekki fá á okkur svona mörk.“ „Við getum verið með possession og getum verið betra liðið í tvö hundruð og eitthvað mínútur en það skilar okkur ekki þremur stigum nema við komum þessu netið,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir.Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar.vísirÓlafur Þór: Höfðum mikla yfirburði Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín: Einu færi þeirra þegar við gáfum þeim boltann „Smá svekkelsi. Við vitum það eftir þennan leik í dag að við eigum að vinna þær í næsta leik og það er bara hellingur af jákvæðum hlutum sem við gerðum í dag og við ætlum að byggja ofan á það,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliðans, Katrínar Ásbjörnsdóttur. „Við fengum fullt af færum í dag og héldum boltanum ágætlega. Einu færin sem þær fá eru þegar við gefum þeim boltann og það var einbeitingarleysi hjá okkur í markinu þeirra, þannig að ég get ekki séð að við eigum ekki að geta tekið þær í næstu viku.“ Kom spilamennska gestanna þeim eitthvað á óvart? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við vissum hvernig þær voru til baka allavega, þær eru þéttur og spila með fimm manna varnarlínu. Við vorum búnar að æfa í vikunni hvernig við ættum að opna þær og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins í seinni og við þurfum bara að halda því jafnvægi áfram.“ Það leit ekki vel út undir lok fyrri hálfleiks þegar Katrín féll niður eftir viðskipti við einn Rússann og sjúkraþjálfarinn var kallaður strax inn á völlinn, og Katrín fór hoppandi út af. Hún var hins vegar komin aftur inn á í seinni hálfleik og kláraði leikinn með sóma. Sem betur fer segir Katrín meiðsli hennar ekki vera alvarleg. „Þetta er bara högg sem ég fæ á hnéð. Vont til að byrja með, en ég bara tek vikuna og verð klár í næsta leik,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti