Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 08:46 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Lögreglan er engu nær um ástæður þess að hann hóf skothríð úr herbergi sínu á Mandalay-hótelinu í Las Vegas á sunnudagskvöld. Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06