Sjálfbærni í ferðaþjónustunni er möguleg og nauðsynleg Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 19:00 Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira