Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 21:37 Fólk hefur skilið eftir kerti og blóm til að minnast fórnarlambanna í Las Vegas. Vísir/AFP Maðurinn sem skaut að minnsta kosti 59 til bana og særði á sjötta hundrað í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld virðist hafa undirbúið morðin vandlega. Lögreglan varar við að tala látinna geti hækkað. Í frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Áður en lögreglumenn komust að honum hafði hann stytt sér aldur með byssu. Hann er sagður hafa skotið öryggisvörð í fótinn í gegnum hurð hótelherbergisins áður. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað manninum, sem var á sjötugsaldri, gekk til. Joe Lombardo, sýslumaður Clark-sýslu, sem Las Vegas tilheyrir, sagði á blaðamannafundi í dag að tala látinna gæti hækkað enda særðust fleiri en fimm hundruð manns í skotárásinni. Stjórnendur tveggja sjúkrahúsa á svæðinu segja að 68 manns liggi þar inni eftir árásina, þar af séu 33 í lífshættu. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Maðurinn sem skaut að minnsta kosti 59 til bana og særði á sjötta hundrað í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld virðist hafa undirbúið morðin vandlega. Lögreglan varar við að tala látinna geti hækkað. Í frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Áður en lögreglumenn komust að honum hafði hann stytt sér aldur með byssu. Hann er sagður hafa skotið öryggisvörð í fótinn í gegnum hurð hótelherbergisins áður. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað manninum, sem var á sjötugsaldri, gekk til. Joe Lombardo, sýslumaður Clark-sýslu, sem Las Vegas tilheyrir, sagði á blaðamannafundi í dag að tala látinna gæti hækkað enda særðust fleiri en fimm hundruð manns í skotárásinni. Stjórnendur tveggja sjúkrahúsa á svæðinu segja að 68 manns liggi þar inni eftir árásina, þar af séu 33 í lífshættu.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49