General Motors stefnir á bensínlausa framtíð Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 22:39 Chevrolet Bolt, rafbíll frá General Motors. Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent
Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent