Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:00 Tónleikagestir hlúa að slösuðum einstakling á vettvangi árásarinnar í gær. Aðrir klifra yfir girðingar og reyna að komast í skjól. Á innfelldu myndinni er árásarmaðurin Stephen Paddock. vísir/afp Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“ Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49