Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 11:42 Að minnsta kosti 50 létust í árásinni og yfir 200 manns eru særðir. vísir/afp Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30