Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 09:01 Frá vettvangi í Las Vegas í morgun. vísir/getty Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39