Tímaþröng einkennir listana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 06:00 Mikil endurnýjun varð í síðustu kosningum. Nærri helmingur þingmanna náði þá kjöri í fyrsta sinn. vísir/anton Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira