Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og jarðfræðingur, mun leiða lista Vinstri grænna fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins í Suðurkjördæmi, sá fyrsti í aðdraganda kosninganna 28. október, var samþykktur nú um helgina. Stillt var upp á listann.
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, er í efsta sæti listans eins og áður sagði. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sauðfjárbóndi er í öðru sæti, Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri er í þriðja sæti og Dagný Alda Steinsdóttir innanhúsarkítekt situr í því fjórða.
Efstu sæti listans eru óbreytt frá því í síðustu alþingiskosningum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum, en lista flokksins í Suðurkjördæmi má sjá í heild sinni hér að neðan:
Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri
Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt
Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi
Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi
Gunnar Þórðarson, tónskáld
Hildur Ágústsdóttir, kennari
Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistamaður
Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi
Ida Løn, framhaldsskólakennari
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri
Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Jónas Höskuldsson, öryggisvörður
Steinarr Guðmundsson, verkamaður
Svanborg Jónsdóttir, dósent
Ragnar Óskarsson, eftirlaunamaður
Guðfinnur Jakobsson, bóndi
