FH-ingar tilkynntu í kvöld að þeir væru búnir að semja við miðjumanninn Guðmund Kristjánsson.
Hann kemur til félagsins frá norska liðinu Start. Guðmundur mun klára tímabilið í Noregi áður en hann kemur í Krikann.
Guðmundur er fyrsti leikmaðurinn sem Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari FH, fær til félagsins. Hann kannast vel við Guðmund enda var hann leikmaður hjá honum er Ólafur þjálfaði Breiðablik.
Guðmundur skrifaði undir tveggja ára samning við FH-inga. Hann var einnig orðaður við KR sem og Blika en valdi FH á endanum.
Guðmundur búinn að semja við FH
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn




Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti

