Fernando Alonso áfram hjá McLaren Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. október 2017 21:15 Fernando Alonso heldur áfram með McLaren, þrátt fyrir þrjú erfið ár. Vísir/Getty Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. Framtíð Spánverjans hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og margir töldu eins árs framlengingu líklegasta kostinn. Miklar sviptingar eru líklegar á ökumannamarkaðnum á næsta ári og Alonso var talinn vilja hafa möguleikana fyrir sér þegar að því kemur. Tilkynning kom frá liðinu fyrr í dag með myndbandi á Facebook síðu liðsins. Myndbandið má sjá í spilara hér að neðan. „Við ræðum aldrei opinberlega um smáatriðin í samningnum en hann er til margra ára og við munum taka stöðuna á hlutunum,“ sagði Alonso. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili, við verðum með aðrar væntingar. Við ætlum okkur að koma McLaren á þann stað sem liðið á að vera. Ég vil bara komast til Ástralíu núna,“ sagði Alonso að auki. McLaren liðið sleit sambandi sínu við vélaframleiðandann Honda fyrr á árinu. Líklega hefur aðkoma Renault að McLaren hjálpað til við að halda í Alonso. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Renault liðinu. „Red Bull liðið hefur sýnt í ár að það er hægt að nota Renault vélina, þeir hafa tvisvar náð báðum bílum á verðlaunapall. Nú verðum við að stíga upp og láta það gerast,“ sagði Alonso að lokum. Formúla Tengdar fréttir Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. Framtíð Spánverjans hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og margir töldu eins árs framlengingu líklegasta kostinn. Miklar sviptingar eru líklegar á ökumannamarkaðnum á næsta ári og Alonso var talinn vilja hafa möguleikana fyrir sér þegar að því kemur. Tilkynning kom frá liðinu fyrr í dag með myndbandi á Facebook síðu liðsins. Myndbandið má sjá í spilara hér að neðan. „Við ræðum aldrei opinberlega um smáatriðin í samningnum en hann er til margra ára og við munum taka stöðuna á hlutunum,“ sagði Alonso. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili, við verðum með aðrar væntingar. Við ætlum okkur að koma McLaren á þann stað sem liðið á að vera. Ég vil bara komast til Ástralíu núna,“ sagði Alonso að auki. McLaren liðið sleit sambandi sínu við vélaframleiðandann Honda fyrr á árinu. Líklega hefur aðkoma Renault að McLaren hjálpað til við að halda í Alonso. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Renault liðinu. „Red Bull liðið hefur sýnt í ár að það er hægt að nota Renault vélina, þeir hafa tvisvar náð báðum bílum á verðlaunapall. Nú verðum við að stíga upp og láta það gerast,“ sagði Alonso að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45
Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00
Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30