Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2017 16:06 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015. vísir/stefán Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð. CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð.
CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15