Skýr svör til launafólks Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. október 2017 15:15 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun