Enski boltinn

Leeds vildi fá Aron í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hefur fengið fá tækifæri með Werder Bremen í vetur.
Aron hefur fengið fá tækifæri með Werder Bremen í vetur. vísir/getty
Leeds United hafði áhuga á að fá Aron Jóhannsson, framherja Werder Bremen, í sumar.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Aron hafi verið efstur á óskalista Leeds en of hár verðmiði hafi fælt enska B-deildarliðið frá. 

Bremen ku hafa farið fram á a.m.k. fjórar milljónir punda fyrir Aron sem hefði líka þurft að taka á sig launalækkun ef hann hefði farið til Englands.

Leeds fékk þess í stað Pierre-Michel Lasogga á láni frá Hamburg. Hann hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum í ensku B-deildinni í vetur.

Aron hefur aðeins spilað þrjár mínútur með Bremen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og ekki alltaf verið í hópi á leikdegi.

Aron fór til Bremen fyrir tveimur árum en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir hjá þýska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×