Uppbygging og niðurrif mætast á einum reit Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. október 2017 10:00 Brátt mun stórhýsið að Lækjargötu 12 verða rifið, en þess verður minnst af mörgum. „Þetta er bygging sem hefur sótt á okkur og kallar á athygli – einstök bygging. Síðastliðin ár hafa líka verið í deiglunni ákveðnar breytingar á þessum reit,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt aðspurð hvernig það komi til að akkúrat þessi bygging hafi orðið fyrir valinu – en hún, Berglind María Tómasdóttir tónskáld og Kristín Gunnarsdóttir myndlistarmaður standa fyrir jarðsöng Lækjargötu 12, en senn mun sú bygging víkja úr borgarlandslaginu. Lækjargata 12, stórhýsi Iðnaðarbankans, reis á árunum 1959 til 1963. Lögð var mikil alúð í handverk og við efnisval í bygginguna og var ekkert til sparað. Anna María segir að athöfnin sé að einhverju leyti ætluð til að heiðra þá alúð, iðnaðarmennina og hugmyndirnar sem komu við sögu í þessari byggingu. „Það sem vakir fyrir okkur er að varpa ljósi á bygginguna og það sem byggingin varpar ljósi á sjálf. Þessi staka bygging rís þarna á sjöunda áratugnum upp úr frekar lágreistri miðborg og endurspeglar bæði framtíðardrauma sem og alþjóðlega strauma. Nú rétt um fimmtíu árum síðar er búið að taka þá ákvörðun að rífa hana, þannig að hún staldrar stutt við, svona miðað við hvað var lagt upp með og sem bygging almennt. Við viljum varpa ljósi á þessi mörgu sjónarhorn sem hver bygging býður upp á, byggingarlist, borg, samfélag, hagkerfi o.s.frv. Bæði varpar þessi bygging ljósi á þá tíma sem hún var byggð á; sjöundi áratugurinn var þessi mikli uppbyggingartími – byggingin var vígð sama ár og nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt þar sem uppi voru mjög stórtækar áætlanir um miklar breytingar á borginni, ekki síst miðborginni. Síðan er það líka hugmyndin um að að baki hverri byggingu eru draumar og hugmyndir sem spretta úr samfélaginu og tíðaranda sérhvers tíma. Það sem mætist núna er niðurrif og uppbygging – því að það sem er að baki niðurrifi eru líka draumar og hugmyndir. Við erum að einhverju leyti að velta upp spurningum um hvaða draumar og ástríða liggja að baki niðurrifinu í dag.“Hvernig mun athöfnin fara fram? „Við ætlum að leyfa byggingunni að ljóma innan frá og út, frá klukkan sex að miðnætti. Það er einmitt svolítið kjarni verksins að líta inn á við – bæði byggingin og borgin og við sem einstaklingar. Við hefjum þetta jafnframt á tónlistarviðburði eða jarðsöng. Hópur tónlistarmanna mun hlusta á bygginguna og spila með henni. Þannig að við erum líka að hlusta á hvað þessi bygging hefur að segja okkur og leyfa henni að ljóma í hinsta sinn.“ Skipulag Tengdar fréttir Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11. október 2017 06:00 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. 5. júlí 2015 18:05 Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21. júlí 2008 07:00 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
„Þetta er bygging sem hefur sótt á okkur og kallar á athygli – einstök bygging. Síðastliðin ár hafa líka verið í deiglunni ákveðnar breytingar á þessum reit,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt aðspurð hvernig það komi til að akkúrat þessi bygging hafi orðið fyrir valinu – en hún, Berglind María Tómasdóttir tónskáld og Kristín Gunnarsdóttir myndlistarmaður standa fyrir jarðsöng Lækjargötu 12, en senn mun sú bygging víkja úr borgarlandslaginu. Lækjargata 12, stórhýsi Iðnaðarbankans, reis á árunum 1959 til 1963. Lögð var mikil alúð í handverk og við efnisval í bygginguna og var ekkert til sparað. Anna María segir að athöfnin sé að einhverju leyti ætluð til að heiðra þá alúð, iðnaðarmennina og hugmyndirnar sem komu við sögu í þessari byggingu. „Það sem vakir fyrir okkur er að varpa ljósi á bygginguna og það sem byggingin varpar ljósi á sjálf. Þessi staka bygging rís þarna á sjöunda áratugnum upp úr frekar lágreistri miðborg og endurspeglar bæði framtíðardrauma sem og alþjóðlega strauma. Nú rétt um fimmtíu árum síðar er búið að taka þá ákvörðun að rífa hana, þannig að hún staldrar stutt við, svona miðað við hvað var lagt upp með og sem bygging almennt. Við viljum varpa ljósi á þessi mörgu sjónarhorn sem hver bygging býður upp á, byggingarlist, borg, samfélag, hagkerfi o.s.frv. Bæði varpar þessi bygging ljósi á þá tíma sem hún var byggð á; sjöundi áratugurinn var þessi mikli uppbyggingartími – byggingin var vígð sama ár og nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt þar sem uppi voru mjög stórtækar áætlanir um miklar breytingar á borginni, ekki síst miðborginni. Síðan er það líka hugmyndin um að að baki hverri byggingu eru draumar og hugmyndir sem spretta úr samfélaginu og tíðaranda sérhvers tíma. Það sem mætist núna er niðurrif og uppbygging – því að það sem er að baki niðurrifi eru líka draumar og hugmyndir. Við erum að einhverju leyti að velta upp spurningum um hvaða draumar og ástríða liggja að baki niðurrifinu í dag.“Hvernig mun athöfnin fara fram? „Við ætlum að leyfa byggingunni að ljóma innan frá og út, frá klukkan sex að miðnætti. Það er einmitt svolítið kjarni verksins að líta inn á við – bæði byggingin og borgin og við sem einstaklingar. Við hefjum þetta jafnframt á tónlistarviðburði eða jarðsöng. Hópur tónlistarmanna mun hlusta á bygginguna og spila með henni. Þannig að við erum líka að hlusta á hvað þessi bygging hefur að segja okkur og leyfa henni að ljóma í hinsta sinn.“
Skipulag Tengdar fréttir Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11. október 2017 06:00 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. 5. júlí 2015 18:05 Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21. júlí 2008 07:00 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11. október 2017 06:00
Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16
Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. 5. júlí 2015 18:05
Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21. júlí 2008 07:00