Skipulag

Fréttamynd

Gætu þurft að breyta þrjá­tíu kíló­metrum aftur í mala­veg

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“.

Innlent
Fréttamynd

Heidelberg skoðar nú Húsa­vík

Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á að Kópa­vogs­bær fresti lokuninni á Dal­vegi

Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykja­víkur­flug­velli

Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Vænta þess að eig­endur hússins leysi málið

Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir stöðvaðar að hluta

Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri tók við tæp­lega 3000 undir­skriftum vegna Álfa­bakka

Íbúar í Árskógum 7, fjölbýlishúsi Búseta sem er við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða í Breiðholti, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins í dag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund.

Innlent
Fréttamynd

„Enn einn á­fellis­dómurinn yfir stjórn­sýslu borgarinnar“

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu.

Innlent
Fréttamynd

„Drauma­húsið“ sem hefði getað sparað stór­fé

Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Leyfið heyrir sögunni til

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hverjir munu búa á Blikastaðalandi?

Lögð hefur verið fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi um uppbyggingu á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Tillagan er líkt og kemur fram í yfirheiti hennar á vinnslustigi en þannig er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í lýðræðslegu skipulagsferli.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar

Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna grænu vöruskemmunar við Álfabakka 2. Í kærunni er farið fram á að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis- og tækni­svið uppsveita á Laugar­vatni

Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Ís­landi

Arkitekt sem teiknaði nýbyggingar á Vatnsstíg segir grundvallarmisskilnings gæta um þaksvalir á Íslandi. Þar sé oftast besta skjólið, þvert á það sem margir halda. Sjálfur leggur hann alltaf upp með að teikna þaksvalir á sínar byggingar.

Lífið