Kínverjar munu framleiða milljón rafmagnsbíla á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 12:45 Úr bílasamsetningarverksmiðju í Kína. Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent
Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent