Segir þingmenn þvert á móti hafa ýtt á Reykjavíkurborg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2017 16:15 Guðlaugur Þór sat fyrir svörum í rauða sófanum á ritstjórnarskrifstofu Vísis. Vísir/Stefán „Þetta er fullkomlega fráleitt. Þetta er akkúrat öfugt, við þingmenn Reykjavíkur og þingmenn landsins hafa verið að ýta á Reykjavíkurborg með hluti hér í Reykjavík en það er borgarstjórnarmeirihlutinn núna sem hefur stoppað þetta,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson aðspurður um hvort óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. Guðlaugur Þór er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. Þingmenn og borgarstjórnarmenn hafa að undanförnu sakað Sjálfstæðismenn um að hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu í borginni vegna persónulegrar óvildar í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Sjá einnig: „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Nefndi Guðlaugur Þór dæmi um að Reykjavíkurborg hefði ekki viljað taka á móti fjármagni til þess að byggja göngu- og hjólabrýr sem fjárlaganefnd Alþingis var tilbúin til þess að leggja til. Var hugmyndin að reisa brýrnar til dæmis yfir Miklubraut þar sem finna má þó nokkur gönguljós sem stöðva umferð á morgnana.„Vegagerðin sagði okkur frá því að það væri ekki einu sinni hægt að fá það í gegn hjá Reykjavíkurborg.“Vill sjá aukið lóðaframboð og byggð í Viðey Guðlaugur Þór segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji auðvelda ungu fólki að eignast íbúð án þess þó að það þurfi að skuldsetja sig of mikið, slíkt muni geti komið í bakið á þeim fyrr en seinna. Mikilvægt sé að ýta undir leiðir á borð við séreignarleiðina sem boðið hafi verið upp að undanförnu þar sem ungt fólk geti ráðstafað séreignarsparnaði til íbúðarkaupa. Þá þurfi ríkið einnig að beita sér fyrir því að byggingarreglugerðir séu ekki of íþyngjandi eða flóknar en stærsti þátturinn sem hafi gert það að verkum að íbúðir séu dýrar sé skortur á lóðaframboði, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna aftur á móti hefur stærsti vandinn verið Reykjavíkurborg sem hefur framfylgt þessari lóðaskortsstefnu,“ segir Guðlaugur Þór. „Hér er lóðaskortur og ungu fólki er gert erfitt að kaupa íbúðir á góðu verði.“ Hann segir þó að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja nægt framboð af lóðum en að hann sjái þó fjölmörg tækifæri hvar sé hægt að byggja íbúðahverfi, þar horfir hann helst til Geldinganess en einnig til Viðeyjar. „Ég lít sömuleiðis líka til Viðeyjar því að ég vil sjá borgina okkar vera Borgina við sundin. Viðey er að flatarmáli stærri en Mónakó en það eru að ég held þrjú hús í VIðey. Auðvitað er það kannski ákveðin framtíðarmúsík,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór segir Guð hafa skapað Geldinganesið fyrir byggð.Mynd/VilhelmEkki hægt að segja að aðrir séu óstöðugir eftir að hafa sjálf sprengt ríkisstjórn Bæði Björt Ólafsdóttir í Bjartri framtíð og Jóna Sólveg Elínardóttir í Viðreisn, hafa sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfinu. Guðlaugur Þór gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að það sé erfitt fyrir hina flokkana að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir óstöðugleika í ljósi þess hverjir hafi gengið út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við vorum í ríkisstjórn sem var sprengd á máli sem aldrei var rætt við ríkisstjórnarborðið. Ég er í þessari ríkisstjórn. Ég fór að sofa á fimmtudagskvöldið. Ég vissi ekki að það væri vandi í gangi, hvað þá krísa. Ég vakna upp á föstudagsmorgun og ekki aðeins er Björt framtíð búin að sprengja stjórnina heldur eftir því sem ég best veit um nóttina er Viðreisn búið að álykta að þeir höfðu örugglega gert það áður hefði Björt framtíð ekki verið fyrri til. Svona starfa menn ekki í ríkisstjórn og ef menn starfa með svona hætti þá geta menn ekki komið á eftir og sagt að einhverjir aðrir séu óstöðugir í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Guðlaugur Þór segir að stjórnarslitin sýni fram á það hversu mikilvægt sé að í ríkisstjórn veljist flokkar sem geti þolað mótbyr, ella sé mikil hætta á pólitískum óstöðugleika. Mikilvægt sé einnig að samstarfsflokkarnir geti sest niður og fundið flöt á deilumálum.„Í þessu tilviki var það ekki reynt og það eykur hættuna á því ef að svona verður áfram haldið að við sjáum hér pólitískan óstöðugleika.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Þetta er fullkomlega fráleitt. Þetta er akkúrat öfugt, við þingmenn Reykjavíkur og þingmenn landsins hafa verið að ýta á Reykjavíkurborg með hluti hér í Reykjavík en það er borgarstjórnarmeirihlutinn núna sem hefur stoppað þetta,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson aðspurður um hvort óvild Sjálfstæðismanna í garð borgarstjóra hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. Guðlaugur Þór er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. Þingmenn og borgarstjórnarmenn hafa að undanförnu sakað Sjálfstæðismenn um að hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu í borginni vegna persónulegrar óvildar í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Sjá einnig: „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Nefndi Guðlaugur Þór dæmi um að Reykjavíkurborg hefði ekki viljað taka á móti fjármagni til þess að byggja göngu- og hjólabrýr sem fjárlaganefnd Alþingis var tilbúin til þess að leggja til. Var hugmyndin að reisa brýrnar til dæmis yfir Miklubraut þar sem finna má þó nokkur gönguljós sem stöðva umferð á morgnana.„Vegagerðin sagði okkur frá því að það væri ekki einu sinni hægt að fá það í gegn hjá Reykjavíkurborg.“Vill sjá aukið lóðaframboð og byggð í Viðey Guðlaugur Þór segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji auðvelda ungu fólki að eignast íbúð án þess þó að það þurfi að skuldsetja sig of mikið, slíkt muni geti komið í bakið á þeim fyrr en seinna. Mikilvægt sé að ýta undir leiðir á borð við séreignarleiðina sem boðið hafi verið upp að undanförnu þar sem ungt fólk geti ráðstafað séreignarsparnaði til íbúðarkaupa. Þá þurfi ríkið einnig að beita sér fyrir því að byggingarreglugerðir séu ekki of íþyngjandi eða flóknar en stærsti þátturinn sem hafi gert það að verkum að íbúðir séu dýrar sé skortur á lóðaframboði, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna aftur á móti hefur stærsti vandinn verið Reykjavíkurborg sem hefur framfylgt þessari lóðaskortsstefnu,“ segir Guðlaugur Þór. „Hér er lóðaskortur og ungu fólki er gert erfitt að kaupa íbúðir á góðu verði.“ Hann segir þó að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja nægt framboð af lóðum en að hann sjái þó fjölmörg tækifæri hvar sé hægt að byggja íbúðahverfi, þar horfir hann helst til Geldinganess en einnig til Viðeyjar. „Ég lít sömuleiðis líka til Viðeyjar því að ég vil sjá borgina okkar vera Borgina við sundin. Viðey er að flatarmáli stærri en Mónakó en það eru að ég held þrjú hús í VIðey. Auðvitað er það kannski ákveðin framtíðarmúsík,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór segir Guð hafa skapað Geldinganesið fyrir byggð.Mynd/VilhelmEkki hægt að segja að aðrir séu óstöðugir eftir að hafa sjálf sprengt ríkisstjórn Bæði Björt Ólafsdóttir í Bjartri framtíð og Jóna Sólveg Elínardóttir í Viðreisn, hafa sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfinu. Guðlaugur Þór gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að það sé erfitt fyrir hina flokkana að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir óstöðugleika í ljósi þess hverjir hafi gengið út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við vorum í ríkisstjórn sem var sprengd á máli sem aldrei var rætt við ríkisstjórnarborðið. Ég er í þessari ríkisstjórn. Ég fór að sofa á fimmtudagskvöldið. Ég vissi ekki að það væri vandi í gangi, hvað þá krísa. Ég vakna upp á föstudagsmorgun og ekki aðeins er Björt framtíð búin að sprengja stjórnina heldur eftir því sem ég best veit um nóttina er Viðreisn búið að álykta að þeir höfðu örugglega gert það áður hefði Björt framtíð ekki verið fyrri til. Svona starfa menn ekki í ríkisstjórn og ef menn starfa með svona hætti þá geta menn ekki komið á eftir og sagt að einhverjir aðrir séu óstöðugir í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Guðlaugur Þór segir að stjórnarslitin sýni fram á það hversu mikilvægt sé að í ríkisstjórn veljist flokkar sem geti þolað mótbyr, ella sé mikil hætta á pólitískum óstöðugleika. Mikilvægt sé einnig að samstarfsflokkarnir geti sest niður og fundið flöt á deilumálum.„Í þessu tilviki var það ekki reynt og það eykur hættuna á því ef að svona verður áfram haldið að við sjáum hér pólitískan óstöðugleika.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15