Valsmenn hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 17:00 í dag. Samkvæmt heimildum Vísis verður Ívar Örn Jónsson þá kynntur til leiks sem nýr leikmaður Íslandsmeistaranna.
Samningur Ívars við Víking R. rann út í gær og hann hefur ákveðið að söðla um og færa sig yfir til Vals.
Ívar, sem er 23 ára uppalinn HK-ingur, hefur leikið með Víkingi síðan 2013. Hann hefur alls leikið 80 leiki og skorað 11 mörk í Pepsi-deildinni.
Þrátt fyrir að vera ríkjandi Íslandsmeistarar ætla Valsmenn gefa enn frekar í.
Í gær var Ólafur Karl Finsen kynntur til leiks sem nýr leikmaður Vals. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
Ívar Örn á leið í Val | Verður kynntur síðdegis

Tengdar fréttir

Ólafur Karl orðinn Valsari
Ólafur Karl Finsen hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu.

Óli Kalli: Óli Jóh sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður
Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir.